Kirkjuritið - 01.03.1939, Page 3

Kirkjuritið - 01.03.1939, Page 3
Kristur. (R. Jándel). Herra, ég' hef heyrt þig tala, hlustað á þitt fagra mál, fult af blíðu og mjúkt af mildi, meitlað, djarft og hart sem stál. Við fjallið, Kristur, kom ég til þín, kvíðinn vék úr minni sál. I aldingarði eg var staddur. cr þig kvölin þjáði mest, örmagna af andans stríði á ásjón þína fallast lézt. Flokki þeirra, er fastast sváfu, ég fylgdi — er duga átti bezt. Hikandi ég, herra, sá þig halda eftir kvalaleið. Ég faldi mig i miðjum hópnum. er mína eigin barstu neyð. Afneitti ég þér, elskan sanna, ó, hve deiga hjartað sveið! Krossinn, sálna sigurmerkið, særði þig og kvaldi hart. A Golgata, þar gestur var ég, er grúfði dauðamyrkrið svart. Kórónu þyrna krýndur var hann, konungsennið lýsti bjart. Boðskap Guðs með blóði þínu barstu viltri, dreifðri hjörð, elska þín gekk götu sína ítegnum dársins veðrin hörð. Göfgi þín og gæzka lýsti gegnum aldir myrkri jörð.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.