Kirkjuritið - 01.03.1939, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.03.1939, Blaðsíða 17
Kirkjuritið. Við lindina. 111 vatni í mundlaug og tekur að þvo fætur þeirra. Þannig vildi hann til hins siðasta sýna þeim, ekki aðeins i orði, en líka i verki, að hann var kominn lil að þjóna. Og hann sagði þeim líka: „Ég hefi gefið yður eftirdæmi, til þess að þér breytið eins og ég breytti við yður“. Kristur var akki kominn til þess að láta þjóna sér; hann vildi sjálfur þjóna og láta líf sill til lausnargjalds fyrir mennina. Þeirr- ar þjónustu hans minnumst vér nú um föstuna. Vér hugs- nrri til þess tíma, er hann lifði og leið, minnumst síðustu stundanna hans hér á jörð, verkanna, sem hann vann, og arðanna er liann mælti áður en hann dó. Síðan eru 19. aldir liðnar, en enn í dag er þess minst um allan hinn kristna heim og sú minning fyllir hugina þakklætislil- tinning og lofgerðarlöngun. Al' hverju myndi það nú stafa, að menn finna sig knúða U1 að jrakka Ivristi og lofsyngja honum? mun einhver spyrja. Er hann ekki einmitt enn í dag og hefir jafnan verið sú iind, er menn hal'a, jafnt í sárustu raunum sem dýpstu sælu, sótt svölun, hvild og gleði í, en hefir einnig speglað sál vora og sýnt oss vorn innri mann, sýnt oss ófullkom- leik vorn og yfirsjónir? Er ekki minningin um hann og hin heilaga lífsfyrirmynd hans sú tæra lind, sem speglar all liðið líf vort? Og er það ekki þá, er vér sjáum vora eigin ófullkomnu mynd við lilið hins lieilaga og fullkomna trelsara vors, að vér fyllumst lotningu og tilbeiðsluþrá ? Hugsaðu um drottin þinn, er hann krýpur við fætur tærisveina sinna og gegnir starfi lítilmótlegasta þjónsins. Hann laldi sig ekki upp úr því vaxinn. Hann var einmitt kominn til þess að þjóna öðrum. „Ég hefi gefið yður eftirdæmi, til þess að þér breytið eins og ég breytti við yður“, sagði liann. Setjið yður liann fyrir sjónir, þar sem hann dvelur einn saman heila nótt, biðjandi föður vorn á himnum, en er á eftir megnugur þess að lækna lang- bjáða meðbræður, eða gefa þeim líf, sem látnir voru, og tétta þungu fargi sorgar og vonleysis af öðrum, er voru

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.