Kirkjuritið - 01.03.1939, Síða 25
KirkjuritiÖ.
Golgata og gröf Krists.
119
einn af lömpunum, tók baðmull, dýfði henni létt niður í olíuna
og gjörði með henni krossmark á andlit bóndans.
Gamli maðurinn lét fallast á knén, laut aftur að gröfinni og
vildi ekki við hana ski.lja, hann fór hrjúfum höndunum um marm-
nrann, gagntekinn af trú og tilbeiðslu. Það var eins og hann
stryki um lokka á barnshöfði.“
Fæstir lesendur Kirkjuritsins munu nokkuru sinni eiga þess
kost, að koma með samskonar hætti til þessara helgistöðva og
lifa þar í anda krossdauða Krists og upprisu. En sú er bótin,
að unt er fyrir því að eiga í hjartanu bæði Golgata og gröf Krists,
cða finna dásemdarkraft dauða hans og upprisu ummynda alt and-
legt líf sitt, og um það er vissulega mest vert af öllu.
KRISTNIBOÐSSTARFIÐ.
Árangur af kristniboðsstarfinu meðal heiðingja hefir farið
■njög í vöxt síðustu árin. Voru kristnir menn í heiðingjalöndun-
l|num alls 8342373 árið 1925, en 13036354 árið 1935.
Á Suður-Indlandi voru fyrir nokkurum árum aðeins örfáir
kristnir menn. Nú eru þeir um 30000, og var 8000 veittur undir-
búningur undir skírn árið sem leið.
í Kína eykst kristninni mjög þróttur nú i liörmungum
striðsins, og má benda á margt fagurl þar og eftirbreytnisvert.
I kristnum kirkjum og á kristnum heimilum Kinverja er jafnvel
beðið fyrir Japan, bœði landi og þjóð. Og þar sem neyðin er
stærst, cru kristnir menn reiðubúnir til hjálpar. Þykja Kínvcrj-
1,111 þau meðmæli nægja, að menn séu kristnir, þá treysta þeir
]>eini ótakmarkað og skilyrðislaust.