Kirkjuritið - 01.03.1939, Page 28

Kirkjuritið - 01.03.1939, Page 28
122 Augustin Lodewyckx: Marz. 1 1 r *Wwti ■ r Kristniboðsstöðin í Hermannsburg. Goszners bræður*) i Berlín héldu nýlega aldarafmæli þess, að þeir sendu 13 trúboða saman lil Queenslands, og komu þeir þar upp trúboðsstöð meðal innborinna manna. Leichhardt, land- könnuðurinn frægi, sem dvaldi lijá þeim um liríð 1843, lýsir svo dvöl sinni: „Hér í Moretonfirði á ég heima lijá þýzka trúboðinu, inndælu og ágætu fólki, sem liefir lagt mikið á sig til þess að reyna að kristna blökkumennina, en hefir því miður orðið lítið ágengt. Allir eru trúboðarnir kvæntir menn, og eru þarna alls sjö fjölskyldur og börnin 22, ágætlega uppalin. Ég uni mér vel bjá þeim, því að of sjaldan er fyrir að hitta í þessari nýlendu siðgóða, dygðuga menn“. Og nokkurum mánuðum síðar, í ágúst 1843, skrifar liann: ,,í Moretonfirði sá ég þýzku trúboðana, og eru nokkurir þeirra frá Berlín og Poimnern. Mér fanst nærri því ég vera kominn heim, þegar ég var við þýzku sunnudagsguðs- þjónustuna lijá þeim“. Ríkisstyrkurinn, sem fékst í upphafi til trúboðsins, féll brátt niður, og urðu því bræðurnir sjálfir að sjá um afkomu sína. °)J. E. Goszner prestur í Berlín stofnaði þar trúboðsfélag ár- ið 183(i.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.