Kirkjuritið - 01.03.1939, Qupperneq 37
Kirkjuritið.
íslenzkar bækur.
131
laug. Saga einyrkjans, Bjarnar á Reyðarfelli, er, eins og skáldið
segir í stórbrotnasta og t'ignarlegasta kvæðinu í upphafi bókar-
i nnar,
„imynd þeirrar þjóðar,
sem þúsund ára rannaferil tróð
og dauðaplágum varðist gadds og glóðar,
en gleymdi altaf lífs síns dýrsta sjóð.“
Mun það sannast, að hún sætli margan mann betur en áður
við þrekraunir og þröngvan hag, og gat skáldið ekki gefið þjóð
sinni betri jólagjöf í skammdegismyrkrunum.
Það er aðallega tvent, sem ritstj. Kirkjuritsins þykir sérstök
ástæða til að benda á.
Annað er innilegur samhugur skáldsins með öllu, er það lýsir.
• il dáemis um hann má nefna kvæðið „Þorranótt". Það er djúpt
sptt í heima móðurástarinnar og umhyggjunnar, og lætur þó svo
'itið yfir sér, að mörgum mun dyljast við fyrsta lestur, hve vel
það er ort. En svo er þar sagt frá móðurhugsunum og tilfinning-
ll|u, að óvíða mun betur í islenzkum bókmentum. Myndin, sem
'Þ'egin er upp af móðurinni og barninu við barm hennar i heiðar-
þaenmn, meðan hríðin lemur þekjuna, er unaðsfögur og sönn og
þrungin friði. Alla leið þaðan nær samhugur skáidsins ti) silung-
anna undir vetrarísnum.
„Þeir elska sumarljósið
og lyfta sér i vök.
Þeir leika svörtum uggum
og vatn í tálknin draga.
Þeim Ieiðist vetrarisinn,
hin köldu þykku þök,
og þarna niðri í hyljum
er dimman mest til baga.
Þeir horfa upp í bjarmann
sem börn við glugga sinn,
<>g björtum morgni fagna
og nýja veröld eygja.
I grandalausú móki
þeir ganga á öngulinn.
A grárri klaka hellu
þeir brjótast um og deyja."
s( 'litt er trúhneigð skáldsins, lotning og ást á kristindóminum,
'eugurinn, sem heldur uppi lifi þess og Ijóðum. Hennar gætir