Kirkjuritið - 01.03.1939, Side 39
Kirkjuritið.
Innlendar fréttir.
133
sem vinna þjóðinni gagn með skáldskap sínum. Ætti hún að
roeta það við liann og þakka svo sem vert væri.
Biblíusögur. Gamla testamentið. Þorsteinn Kristjánsson tók
saman. Ríkisútgáfa skólabóka.
Ef til vill er of snemt að ritdæma bækling þenna, þvi að mér
hefir skilist, að útgúfunefndin hafi haft upplag hans lítið og sé
fús til að breyta honum og bæta, ef hún fái rökstuddar óskir
um það. En talsverðra endurbóta á honum er þörf, þrátt fyrir
lofsverðan dugnað og áhuga séra Þorsteins Kristjánssonar á ]3ví
að skrifa nú aftur nýja kenslubók í kristnum fræðum. Ivver
hans hafði ýmsa góða kosti og bar ljóst vitni um eljan hans og
vandvirkni. En honum hefir tekist nokkuru lakar með þessar
bibtiusögur, enda sennilega haft nauman tíma til að vinna
verkið. Efni þarf að velja sumstaðar á annan veg og betur við
harna hæfi og leiðrétla fáeinar skekkjur.
Ytri frágangur allur frá hendi rikisútgáfunnar er í fátækleg-
asta lagi, nema uppdráttur fylgir af Gyðingalandi á tímum Gamla
testamentisins. Væri hann til mikils hagræðis, ef nöfn væru
alstaðar sett rétt á hann; en svo er ekki.
Það ætti að vera einsætt, að biskup og kirkjuráð fjölluðu um
næstu biblíusögur, og mætti þá jafnframt leita tillagna og að-
stoðar séra Þorsteins Kristjánssonar og annara góðra manna.
Á. G.
Innlendar fréttir.
Skýrsla kirkjuráðsins.
Kirkjuráð íslands byrjaði aðalfund sinn, fyrir yfirstandandi
'h’, mánudaginn 6. marz kl. 4 e. h. Mættir voru, auk hins nýja
forseta þess, Sigurgeirs Sigurðssonar biskups, liinir aðrir kirkju-
1 áðsmenn, þeir prófastur Þorsteinn Briem, varaforseti kirkju-
>’áðs prófessor Ásmundur Guðmundsson, sýslumaður Gísli Sveins-
son og kaupmaður Ólafur Björnsson.
Þegar forseti hafði sett fundinn og boðið kirkjuráðsmenn
velkomna, sneri hann máli sínu tit fyrverandi forseta, dr. Jóns
biskups Helgasonar, sem viðstaddur var við fundarsetninguna,
°g vottaði honum þakklæti kirkjuráðsins fyrir mikilsvert og
iarsælt starf hans sem forseta þess undanfarin 7 ár, og óskaði,
að honum mætti sem lengst endast líf og starfsorka til blessunar-
1-ikrar starfsemi, kirkju- og kristnilífi þjóðar vorrar til eflingar.
Eftir stutt fundarhlé voru fundarstörf hafin á ný. Er forseti