Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 9
KirkjuriTið. Vígsluræða. 249 Nýtt ljós er að renna upp fvrir mörguni ágætustu and- ans og vísindamönnum heimsins: Trú og vísindi geta fglgst að og eiga samleið. Þessi kapella er tákn þess, að andlegir forystumenn Islands, sem hér liafa verið að verki, líta svo á. í vissum skilningi má að visu segja, að hér séu ávalt og verði ávalt tvö sjónarmið. Vísindamaðurinn skoð- ar hlómið með smásjá sinni og sér þar dásemdir. Vinur lians, sem er enginn vísindamaður, teygar í sig ilminn úr krónublöðunum og fegurðina. Báðir finna i raun og veru sannleikann um Guð á bak við tilveru hlómsins. Hví skyldu þeir ekki eiga fulla samleið? Það skýrist hetur og hetur, að án trúar er alt vort líf fálm og reykur. „Hve verður sú orka öreiga snauð, sem aldrei af trú er til dáða kvödd“. Vísindastofnunin verður að standa á bjargi þeirrar trú- ar, sem á að kjörorði orðin, sem letruð eru hér á altari kapelhumar: „Sannleikurinn mun gjöra gður frjálsa Iíapella Krists i háskóla. Það á vel við. Hann var hinn mikli kennari. Veröldin, heimurinn, sem blasti við aug- um lians, varð lionum að bók, þar sem hann las hinn eilífa sannleika um Guð. í háskóla lians, þar sem svo hátt var til iofts og vítt til veggja, á fjallinu, benti hann nemöndum lífsins upp og sagði: „Lítið til fugla himinsins, þeir sá ekki né uppskera og þeir safna ekki heldur í hlöður og vðar himneski faðir fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri en þeir? .... Gefið gaum að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Þær vinna ekki og þær spinna ekki heldur. En ég segi yður, að jafnvel Salómon í allri dýrð sinni var ekki svo húinn sem ein þeirra“. Af því að liann vissi um æðra mark- mið og tilgang lífsins og að eitt var nauðsynlegt, sagði hann: „Leitið fyrst ríkis lians og réttlætis, og þá mun all þetta veitast yður að auki.“ Hér í þessari kapellu verður á ókomnum tímum staður lil þess að leita Guðs í bæn og tilbeiðslu. Hingað mun stúdentinn og háskólakennarinn leggja leið sína, og hevgja kné sín. Hér verður lieilagur friðarstaður. Vér þurfum á

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.