Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 11
Kirkjuritið.
Ræða.
251
Þar sem ljós sannrar menningar skín yfir landið, þar
er hamingjunnar land.
Kapella háskólans, sem vér vígjum í dag, er stórfögur.
Hún er hið fegursta listaverk. Efniviðurinn er að mestu
íslenzkur, og íslenzkt hugvit, snilli og íslenzkar hendur voru
hér að verki. Mér finst kapellan vera eins og fögnr, hljóð
bæn hinnar íslenzku þjóðar til Guðs — á þessum viðsjár-
verðu tímum, þegar lífið á jörðu er svo mörgum skuggum
vafið — bæn til Guðs um að þjóðin fái að lifa í friði, fái
að lifa menningarlífi, frjáls og í skjóli liins almátka.
Hér, inni í lielgidómi háskólans, er undursamlega fag-
urt. Eins og ný veröld sé að opnast í fögrum línum og
litbrigðum, sem við augum blasa. Eins og liið „háa færist
nær — hið lága f jær.“
Ég vil svo nota þetta tækifæri til þess að færa háskólan-
um, sem á morgun verður vígður, blessunaróskir íslenzku
kirkjunnar. Ósk vor og bæn er sú, að ljósið í kapellunni
■negi lýsa yfir sannleiksleit og vísindastarfsemi háskólans,
að hann verði ljósstöð íslenzkrar menningar. Borg. sem
stendur á fjalli og ekki fær dulist.
Friður Guðs búi i þessu húsi.
Amen.
Ræða Magnúsar Jónssonar.
Lýsing á kapellunni.
Éáð sé með vður og friður frá Guði föður vorum og
drottni Jesú Ivristi.
Ef drottinn byggir ekki húsið,
erfiða smiðirnir til ónýtis;
ef drottinn verndar ekki borgina,
vakir vörðurinn til ónýtis.
Sálm. 127,1.
Mér þykir það hlýða við þetta tækifæri, að lýsa með
nokkrum orðum uppruna og byggingu þessa guðshúss,