Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 15
Kirkjuritið. Ræða. 255 erfiða smiðirnir til ónýtis; ef drottinn verndar ekki borgina, vakir vörðurinn til ónýtis. Hvers virði er alt þetla, ef drottinn sjálfur býr ekki i því búsi, sem honum befir verið reist? En hann býr, sam- kvæmt orði bans, þar sem menn koma saman í lians nafni, jafnvel þó að þeir séu ekki nema tveir eða þrír. Hann kemur hvorki sérstaklega á Garisímfjall né í Jerúsalem, heldur þangað, þar sem liann er tilbeðinn í anda og sann- leika. Það eru björtu mannanna, sem verða að bera liann inn i þetta bús. „Gnðs musteri er öll veröld víð“, það er satt orð. Hann er allsstaðar nálægur. En bitt er engu síður satt, að „vort hjarta er musteri beilagt það, er herr- ann i bústað eigi“. Og án þeirra mnstera ern hinar há- reistustu kirkjur og skrautlegustu hús guðvana og gagns- laus. Við höfum nú horft á mennina byggja. Sjaldan eða aldrei hafa þeir bvgt glæsilegar. Alt það, sem kallað er menning nútímans, hafa þeir bygt. Þeir kanna djúp him- insins í sjónaukum, og grafast inn í huliðsheima smáver- anna í smásjám. Þeir beisla náttúruöflin og reikna út öflin ■ tilverunni. Þeir smíða svo, að ótrúlegt er, fara um vegu loftsins og undirdjúpanna, hvað þá á láði og legi. Þeir tala svo að heyrist um heim allan. Þeir skapa auð og öryggi, bægindi og hóglífi. En hafa þeir gætt þess, að hiðja Drott- *nn að byggja þetta mikla hús? Nei, þeir liafa ekki gert það. Og livað kemur svo í Ijós? Það, að þeir liafa erfiðað lil ónýtis og að vörðurinn hefir vakað til ónýtis. Og nú gengur dómur yfir þennan heim, yfir þetta guðlausa hús, seni smiðirnir liafa erfiðað við og verðirnir vakað vfir alt til ónýtis. ^n þitt hús stendur, eilífi Guð! Það rís í hjörtum mann- anna óskert mitt i ragnarökum guðleysisins. 0, fyll þú l’etta litla bænhús, bygg þú þessa kapellu, svo að það verk, sem unnið verður bér, megi bera mikinn ávöxt, mönnum ól blessunar og þér til lofs og dýrðar. Amen.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.