Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 17
KirkjuritiS. LeiÖin til fullkomnunar. 257 áður, því að eldurinn hefir læst sig í næsta liús við oss. Alstaðar er barist, um láð og loft og lög. Hugýitið, þekk- ingin og tæknin, sem áttn að auka fögnuð lifsins og gildi, eru höfð til meins og morðs og valda beiskum tárum. Vorið sjálft visnar upp. Jörðin brennur. Borgir hrvnja. Þjóðir týna fi'elsi og sjálfstæði. Menning heimsins riðar til falls. Þetta ei* vegurinn, sem Kristur i)auð mannkyninu að varast vegurinn til dauða, tortimingar. II. Hin leiðin, sú er Kristur bendir mönnunum að fara, liggur í gagnstæða átt, leiðin til fullkomnunar. „Þér hafið lieyrt, að sagt var. ... En eg segi yður: Þér skuluð ekki rísa gegn meingjörðamanninum, en slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni að honum. Og við þann, sem vill lögsækja þig og taka kyrtil þinn, sle])p og við kann yfirhöfninni. Og neyði einliver þig með sér eina mílu, ]iá far með honum tvær. Gef þeim, sem biður þig, og snú ekki bakinu við þeim, sem vill fá lán lijá þér“. Þessi orð eru svo niikil ogvoldug, að þau má ekki altaf taka í bókstaflegri merkingu. Þannig bauð Jesús sjálfur t. d. ekki liina lcinn- hia, þegar þjónninn sló hann fyrir ráðinu, lieldur spurði: Hvi slær þú mig? En andi orða hans er sá, að hverri og Onni mótgerð og’ móðgun, ofbeldi, yfirgangi og áleitni skuli taka með kærleika. Því að í stað þess sem báðir að- hjar versna, þegar goldið er illu ilt, vex veldi kærleikans, er ■nenn launa vont með góðu. Aðeins eitt viðborf er rétt í l'.finu, viðhorf kærleikans. Hversu marga og mikla raun seni kærleikurinn verður að þola, má bann ekki liaggast 'hð minsta. Elskið óvini yðar. Og svo djúp og sönn á sú elska að vera, að liún jafnvel biðji fvrir ofstækjendum. Hærra og hærra stiga hugsanir Jesú. Hann liorfir í anda a föður sinn á himnum. Hann sér, hvernig hann lætur sol sína renna upp vfir vonda og góða og senda þeim öeisla sína nreð birtu og yl án nokkurs manngreinarálits. Hann sér frjóvgandi skúrir koma af himni vfir akra og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.