Kirkjuritið - 01.07.1940, Side 18

Kirkjuritið - 01.07.1940, Side 18
258 Ásmundur Guðmundsson: Júli. engi. Guð lætur jafnt rigna yfir réttláta og rangláta. Ilvort- tveggja er honum vottur um kærleika Guðs og ímynd hans. Guð elskar hæði vonda og góða, réttláta og rang- lála. Þannig á kærleiki mannanna einnig að vera. Guð sjálfur er takmarkið, sem ])eim ber sífell að hafa fyrir augum. Lægra skal ekki stefna og láta sér nægja að elska þá aðeins, sem elska á móti, eða lveilsa eingöngu bræðrum sínum. Leiðin liggur í hæðir, upp til Guðs. Verið þvi full- komnir eins og faðir yðar á himnum er fullkominn. Þannig markaði Kristur mönnunum leiðina til fullkomn- unar. Furðuleg leið við fyrstu sýn, óskiljanleg, ófær. En þó er þetta eina leiðin, sem liggur lil lifsins, meðalvegur ekki til. Kristur hélt liana hverja stund æfi sinnar og sýndi með því, að hún er búin oss mönnunum. Hann gekk um kring meðal rangsnúinnar og þverbrotinnar kynslóðar, kendi í brjósti um Iiana eins og hjörð, sem engan hirði hefir, og græddi þá, er sjúkir voru á líkama og sál. Ivær- leiki hans náði til allra, einnig þeirra, er hötuðu hann mest og ofsóttu. Jafnvel bak við þyngstu orðin, er hann mælir til þeirra, má finna hjartslátt kærleikans. Þegar svört hel- ský heiftar þeirra dró saman yfir höfði honum, lrorfði liann á þá leiftrandi kærleiksaugum. Ljósið skein i myrkr- inu, en myrkrið tók ekki á móti því. Þegar þeir bjuggu honum dauða á krossi, hað hann: „Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra“. Fyrir þá, fyrir alla menn lét hann lífið, svo að þeir skyldu sjá og reyna kær- leika Guðs — taka, ef svo mætli að orði komast, á klæða- faldi hans. Kristsleiðin í lífi og dauða og frá dauðanum aftur lil lifsins er leiðin til fullkomnunar. En þegar sú leið hlasti við, þótt ekki væri í fyrstu nema fyrir fáum mönnum, rann upp dagshrún nýrrar aldar. Þeir urðu búnir sigurafli við sigur .Tesú Krists. Þeir sáu, að leið lians lá til lífsins, dauði hans var aðeins heimför til föður hans á himnum. Hann lifði áfram með þeim lífi hjartans og varð þeim þannig vegurinn, sannleikurinn og lífið, og handan við dauðann blánaði fvrir bjartri eilífð

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.