Kirkjuritið - 01.07.1940, Qupperneq 20
260
Ásmundur Guðmundsson:
Júlí.
mun liefjast með guðsþjónustu hér. Sú afstaða er mikils
verð og l)oðar lieill.
Öll menning, einnig' liáskólamenning, getur brugðist til
beggja vona eftir því, livernig á er haltlið. Verði afskiftur
siðgæðisþroskinn og trúarþroskinn, þá er voðinn vís. Ég
man, hve ég fagnaði, þegar ég sá flugvél fyrsta sinni kljúfa
loftið, sá þennan mikla draum mannsandans um aldarað-
ir rætast. Hún hófst liærra og hærra og sveif áfram með
feikna liraða. Þetta gat þá maðurinn, og ég var stoltur af
mönnunum. Hversu mikið gott gat ekki einnig af hlotist?
Hér var ráð fundið til þess að flvtja i skjótri svipan hjörg
og líkn hungruðum og lijálparvana, færa sjúka í lækna
hendur, frelsa úr sjávarliáska og öðrum nauðum, efla sam-
starf í ótal myndum og samúð með eiustaklingum og
þjóðum. Var þetta ekki undursamlegur vottur um þrosk-
ann, sem mannkynið ætti fyrir höndum. Eu hvernig er
nú komið? Nú óttast menn ekki annað meira en ófreskjur
úr loftinu, sem spýja dauða og tortíming. Er þetta ekki
skýr mynd af því, hvernig menningin getur orðið tveggja
handa járn? Þótt öllu öðru fari fram hjá mönnunum,
nema drengskapinn og mannkostina þrjóti, þá er skelf-
ing ein fyrir dyrum. Það eru aumustu skifti „að græða
allan lieiminn en tapa sál sinni“. Að sama skapi sem mað-
urinn kann meira og veit og tækni lians vex, verður hann
að Ijatna. Annars er háski búinn.
„Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking,
sé hjartað ei með, sem undir slær.“
Kapellan á að verða hjarta þessarar stofnunar. Hún getur
orðið það með þeim hætti, að hér fari fram guðsþjónustur
einslega og opinberlega mörgum til sálubóta, og hér húi
ungir menn sig af heilum og hreinum og hrennandi luig
undir það að flytja þjóðinni þann boðskap, sem beztur
er, og síðast en ekki sízt með því, að alt það vísindastarf,
sem unnið mun innan veggja þessa húss, megi verða gagn-
sýrt af kærleiksanda kristindómsins. Þá munu þjóðinni hezt
goldin launin fyrir það að koma húsinu upp. Þá mun það