Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 22
Ásmundur Guðmundsson:
262
Júlí.
in voru alsett smáreitum, hvert sem litið var yfir þessum
dreifðu vinnuborðum, og á hverjum og einum voru Ietruð
þrjú orð, alstaðar nákvæmlega eins, sörnu orðin. Deus illu-
minatio mea. Deus illuminatio mea. Guð birta min. Yfir
öllu þessu margþætta og fjölbreytta vísindalífi var Guð
beðinn að vaka og lýsa því og gefa því vöxtinn. Svo skvldi
einnig liér.
Það er Guð sjálfur, sem laðar og leiðir inn á veginn til
fullkomnunar alla þá, er vilja gefast honum á vald, og all
starf þeirra. Hann gefur jafnt stofnunum sem einstakling-
um þróttinn til fararinnar til fyrirheitna landsins, eins og
lýst er í fögrum háskólaljóðum. Hann lætur guðfræðina
verða bergvatnið svalandi og tæra, er sþrettur fram þar,
sem lostið er helgum sprota. Hann veitir lögfræðinni anda
og kraft hoðorða sinna frá Sínaí. Hann réttir læknisfræð-
inni hlikandi eirorminn „undinn kringum spámannsstaf“,
og þeir verða heilir, sem líta hann. Hann verpur ljósi sínu
yfir leil heimspekinnar að sannleikanum, svo að hún vísi
veg eins og eldstólpi. Hann setur samkvæmt fagnaðarer-
indi Ivrists lífinu i mannheimi þau lög, að:
„Hver, sem heitt í hjartans inni
hyllir fagurt, satl og gott,
hann á inst í öndu sinni
eilífa lifsins pant og vott.
Dvíni eiginelsku syndin,
eflist hjá þér guðdómsmyndin
kyn frá kyni, helg og há:
Þá skal mikla auðnin enda,
og um síðir skaltu lenda
Jórdans björtu bökkum á.
Hér skal því vera sameiginlegur helgistaður, þar sem
hænir stíga upp til Guðs fyrir starfi Háskólans og þjóð-
inni allri. Hér skal þakkað hvert farsældarverk, er Há-
skólanum auðnast að vinna, og öllum þeim heðið blessun-
ar, sem á einhvern hátt leggja góðu málefni lið og stvðja
að sigri þess. Hér skal heðið um vernd Guðs og varðveizlu,