Kirkjuritið - 01.07.1940, Qupperneq 24

Kirkjuritið - 01.07.1940, Qupperneq 24
264 G. P.: Tileinkað kapellu Háskólans. Júlí. Kvað hann það kristinni kirkju avalt mikið gleðiefni, er menn auðguðust að fjársjóðum þekkingarinnar. í kirkjubæninni, að lokinni prédikun, bað presturinn fyrir starfi Háskólans og kvaðst geðjast yfir þvi að nota heilaga stund til þess að fela starf Háskólans honum, sem allir fjársjóðir spek- innar og þekkingarinnar eru fólgnir í. Benti hann á hinn sígikla sannleika, að ótti drottins er upp- haf vizkunnar, og bað þess, að menn mættu ávalt sækja fróðleik og sannleik í djúp ríkdóms og speki og þekkingar Guðs. Mintist hann að lokum í hæn sinni kennara og nemenda Há- skólans. Tileinkað kapellu Háskólans. I þessum herrans helgidóm hefjum lofsöng með gleði róm til Guðs, sem býr ó himnum hátl, hann einn oss býður frið og sátl, fyrir Jesú Krists fórnarblóð. Fagni því gjörvöll heimsins þjóð. Fögnum lífsspeki frelsarans, framsettri’ í kærleiks orðum hans. Vísindum öllum ofar er orð hans og verk — þeim lúta bei; þau eru andi, Ijós og líf, í lífi’ og dauða skjól og hlíl'. Þeir, sem hér stunda lærdóms list, lofi og prísi Jesúm Krist. Hann einn á ráð, á himni og jörð, honum ber lof og þakkargjörð. Annað nafn gefið ckkert er, okkur sem dýrka’ og tigna ber. Frelsarinn Jesús frelsar einn, frelsað getur ei annar neinn. Hugsanir vorar, verk og mál verða án Jesú blekking, tál. Hann einn fær sekt og syndir máð, sinni af miklu guðdómsnáð. betta er Guði helgað hús, hingað að koma verum fús; auðmjúk hér beygjum andans kné; eiga hér Guðsbörn stormahlé. Hér bíður faðmur frelsarans, framréttur hverju barni hans. Eg fel í þína föður hönd, faðir himneski, líf og önd allra, sem vilja þjóna þér, þá bl'essa alla og nærri ver; leið þá héðan, þá lífið dvín, í ljóssins sali heim til þín.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.