Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 31
Kirkjuri'tið.
Pirestastefnan.
271
næsta mánuSi og ekki ósennilegt, að um sum þessara presta-
kalla komi sameining til mála.
Á síSastliðnu sumri var sú nýbreytni upp tekin að gefa guð-
fræðistúdentum á síðasta námsári þeirra kost á að starfa um
skeið í óveittum prestaköllum undir handleiðslu sóknarprests
|icss, er þjónar viðkomandi prestakalli. Voru tveir stúdentar þá
sendir út í þessu skyni, þeir Árelíus Níelsson í Brjámslækjar-
prestakall og Björn Björnsson i Hvammsprestakall. Það, sem haft
er fyrir augum með þessari ráðstöfun, er fyrst og fremst það, að
stúdentarnir kynnist prestsstarfinu og njóti reynslu og leiðbein-
inga sér reyndari manna og að þeir taki þátt í kirkjulegu starfi
innan safnaðanna, sérstaklega meðal hinna ungu. í sumar starfa
tveir stúdentar með líkum liætti, og eru þeir nýlega farnir héð-
an úr hænum. Magnús Már Lárusson í Staðarhólsþing og Sigurð-
ur Kristjánsson í Valþjófsstaðarprestakall. Ósagt skal, hvort þessi
tilhögun helzt áfram. Fer það eftir því, hvernig prestar taka
þessári ráðstöfun og hvert gagn verður af henni fyrir kirkjulegt
starf. Stúdentarnir fá kr. 200.00 um mánuðinn, og er ætlast tii,
að þeir geti jafnframt starfinu lesið próflestur sinn að einhverju
leyti. —
Kirkjuvígsla.
Hinn 17. sept 1939 vígði ég hina nýju kirkju að
Núpi í Dýrafirði. Hefi ég áður ritað lýsingu á
kirkju þessari i Kirkjuritið, og tel ég ekki þörf á að endurtaka
það, sem ég sagði þar. Aðeins vil ég geta þess, að kirkjan er
er hið prýðilegasta hús í alla staði og ánægjulegt að minnast
þess, hve stórt átak kirkjusmíðið er af hinum fámenna söfnuði.
Kirkjan er steinsteypt — skreytt að innan á frumlegan og fagr-
an hátt og nægilega stór fyrir söfnuð og skólafólk á Núpi, þótt
enn fjölgi mikið fólki bæði i sókninni og' nemöndum í skólan-
um þar. Kirkjan kostar að minsta kosti kr. 18000.00, en í sókn-
inni eru aðeins 50 gjaldendur, og má af j>vi ráða, Iiversu mikið
þrekvirki þetta er. —
1 smíðum hafa undanfarið verið allmargar
kirkjur, ekki sízt er tillit er tekið til erfiðleika
tímanna. Sennilegt er, að Akureyrarkirkju verði
lokið í haust. Tjarnarkirkja á Vatnsnesi og Óspakseyrarkirkja
munu verða vigðar í sumar, ennfremur Haukadalskirkja í Ár-
nessprófastsdæmi, sem að miklu leyti hefir verið endurbygð.
Laugarneskirkju í Reykjavík átti að byrja að byggja á síðast-
liðnu vori, en því varð ekki við komið vegna þess, að ekki var
unt að fá byggingarefni. En svo niikill kraftur og áhugi stend-
ur á bak við þá hugsjón, að ég efast ekki um, að þar verði
hafizt handa jafnskjótt og leiðir opnast til byggingarframkvæmda.
Kirkjur
smíðum.