Kirkjuritið - 01.07.1940, Qupperneq 32
272
Preslastefnan.
Júli.
Ný
prestsseturshús.
Vísitasíuferð
sumarið 1939.
Hallgrímskirkju i Saurbæ er tekið að reisa. Var lokið við grunn
hennar, þegar ófriðurinn skall á, og mun ekki hafa verið neinn
kostur að halda verkinu áfram.
Lokið liefir verið smíði á þrernur prestsset-
urshúsum.
1. að Staðarstað, í Hafnarfirði og í Saurbæ
á Hvalfjarðarströnd. Ráðgert er, að prestsseturshús verði reist í
Hraungerði i Árnessprófastsdæmi á komandi sumri. Verður þar
bygt úr timbri. Á nokkurum prestssetrum á landinu eru ný
ibúðarlnis mjög aðkallandi, en þó, ef til vill, óvíða meiri þörf en
á Kolfreyjustað í Suður-Múlaprófastsdæmi, enda vona ég, að það
verði næsta prestssetrið, er íbúðarhús verður reist á. Viðgerð
hefir farið fram allviða á prestsseturshúsum og sumstaðar kom-
ið upp nýjum peningshúsum, svo sem á Hvitanesi í Ögurþinga-
prestakalli og i Vatnsfirði. —
Síðastliðið sumar í ágústmánuði fór ég í
hina fyrstu biskupsvisitasíuferð mina um
Barðastrandarprófastsdæmi. Heimsótti ég all-
ar kirkjur prófastsdæmisins. Mér var ánægja mikil að þessari för,
og er mér ])að ljóst, að slíkar heimsóknir eru mikilvægar bæði
fyrir biskup, presta og söfnuði landsins. Eru þar ótæmandi verk-
efni, en þvi miður of litlu áorkað við svo stutta viðdvöl á hverj-
um stað. Þakka ég prestum og söfnuðum Barðastrandarprófasts-
dæmis fyrir ágætar viðtökur og ljúft samstarf. Á þessu sumri
hefi ég hugsað mér að vísitera Norður- og ef til vill Suður-Múla-
prófastsdæmi.
Guðfræðisprófessorarnir Ásmundur Guð-
mundsson og Magnús Jónsson komu úr för
sinni lil landsins helga og hafa fært oss fróðleik um för sina. I
þeirri ferð sat prófessor Magnús Jónsson sameiginlegan fund
Norðurlandakirknanna í Hróarskeldu.
Tveir prestar komu einnig úr för sinni til úllanda á árinu,
þeir séra Pétur T. Oddsson, Djúpavogi, er aðallega kynti sér
kristindómsfræðslu í skólum í utanför sinni og mun nú á vegum
sýnódunnar næstu daga flytja erindi um þau mál í útvarpi, og
séra Jón Jakobsson á Bíldudal, sem einkum kynti sér kristilegt
starf tneðal sjómanna i hafnarborgum á Skotlandi og „socieit“
starf kirkjunnar i þeirn Iöndum, er hann sótti lieim. — Síðan hefir
enginn prestur farið utan, enda fé ekki fyrir hendi, þar eð þurfl
hefir að veita utanfararstyrkinn fyrirfram hin síðustu ár. —
Forföll Þl" Prestar vortl 11111 skeið hindraðir frá störf-
um vegna veikinda. Voru það þeir dr. séra
Eiríkur Albertsson á Hesti, séra Jón Skagan
Utanfarir.
vegna sjúkleika.