Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 33
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
273
prestur í Lándeyjarþingum og séra Ólafur Ólafsson á Kvenna-
brekku. En þeir eru allir, eftir því sem ég bezt veit, á batavegi
og tveir þeirra eru aftur teknir við störfum sínum.
Merkasti viðburðurinn á sviði kirkjumálanna á
síðastliðnu sýnódusári er án efa „Frumvarp um
afhendingu Dómkirkjunnar í Reykjavík" og
fjölgun prestakalla, sem varð að lögum á síðasta
Alþingi. Eins og kunnugt er, hafði samskonar frumvarp og nú
varð að lögum á undanförnum árum verið til meðferðar á þingi,
en ekki náð fram að ganga. Er i þessu frumvarpi ákveðið, að af-
Ný skipun
kirkjumála
Reykjavík.
hending Dómkirkjunnar til safnaðarins fari fram og leggi ríkið kr.
300.000.00 til nýrra kirkna i Reykjavík á næstu 35 árum. Eldri
frumvörp, sem í þessa átt fóru, gerðu ráð fyrir sömu upphæð,
en að hún greiddist á 30 árum. Hefjast nú greiðslur þessar að
5 árum liðnum, og er fyrst og fremst gjört ráð fyrir, að kr.
100.000.00 gangi til nýrrar kirkju á Skólavörðuhæð.
Fruinvarp þetta var samið af prestakallaskipunarnefnd, er
skipuð var fyrir ári síðan. Eiga sæti í henni, auk mín, séra
Friðrik Rafnar, vígslubiskup, og héraðsprófastur hvers prófasts-
dæmis þar, sem um einhverjar breytingar kann að vera að ræða.
Eg finn mér skylt, að þakka kirkjumálaráðherra, sem sam-
kvæmt beiðni minni flutti þetta frumvarp, svo og öðrum þeim,
er sæti eiga í ríkisstjórninni og Alþingismönnum fyrir skiln-
'ng á málinu.
Önnur kirkju- ^ síðustu tveimur þingum hafa fjárveitingar til
•nál á Alþingi kirkjunnar hækkað nokkuð bæði til kirkjuráðs
og við launaviðbót þá, er yngri prestar hafa
hlotið. Ennfremur hafa verið veittar til Akureyrarkirkju samtals
kr. 40.000.00 við afhendingu hennar til safnaðarins.
Enn voru teknar upp á fjárlög síðasta Alþingis kr. 3000.00,
sem húsaleigustyrkur til biskups, og ganga ]>ær nú til greiðslu á
húsnæði því, er rikisstjórnin hefir leigt sem biskupssetur, fyrst
Uni sinn, við Öldugötu 14 (Vesturhlíð) hér í bænum.
Nefndir skipað- Fins og kunnugt er, voru fyrir einu ári síðan
ar af kirkju- lvær iu'fn(h'' skipaðar af kirkjumálaráðherra.
ntálaráðherra ' ■ Prestakallaskipunarnefnd, sem ég áðan
mintist á. Starfaði hún nálægt mánaðartima
síðastliðinn vetur hér i Reykjavík, og býst hún við að reyna að
'hika störfum, áður en næsta reglulegt Alþingi keinur saman,
°8 hafa nefndarmenn unnið með það fyrir augum, hvor á sín-
um stað, og með því að kynna sér sem bezl hvor í sínu lagi að-
stæður allar um nýja skipun sókna og prestakalla í prófastsdæm
urn landsins.