Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 36
276
Prestastefnan.
Júlí.
Þjóðgarðurinn.
Vestfjarða, blaðið Bjarmi, sem áður. Útdráttur úr Odds-Nýja-
Testamenti o. f 1. — Safnaðarblöðin á Norðfirði og á Djúpavogi
bafa haldið göngu sinni áfram, og í Útskálaprestakalli mun sllk
starfsemi hafin, eða um það leyti að hefjast. Er enginn vafi á
því, að hér er á ferðinni góð nýbreytni, sem áhrif ætti að geta
haft á safnaðarlíf og vakið áhuga til kirkjulegra og kristilegra
starfa.
Tvö af bréfum þeim, er ég ritaði yður, vildi ég minnast á. Eru
það bréfin um slysatryggingar presta og æfiágrip og afstöðu
presta í starfi þeirra. Mál það, er fyrra bréfið ræðir um, tel ég
rétt, að prestar athugi vel, og við síðara bréfinu, sem allmargir
eiga ósvarað enn, þætti mér vænt um að fá svör við lientugleika.
Rétt þykir mér að minnast á, að nýr grafreit-
ur hefir verið tekinn upp á Þingvöllum —
„Þjóðgarðurinn", sem svo hefir verið nefndur og ætlast er til
að verði hinzti livílustaður jarðneskra leifa þeirra manna, sem
ísland á mest að þakka. Var grafreiturinn vígður af prófastinum
í Árnessprófastsdæmi, er skáldið Einar Benediktsson var jarð-
settur þar. Geri ég ráð fyrir, að lög verði sett í sambandi við
grafreitinn á næsta Alþingi.
Kapella Einn hinn siðasti kirkjulegi atburður, sem vak-
háskólans Mhygli alþjóðar, er vígsla háskólakap-
ellunnar. Um þessa fallegu kapellu, sem án efa
er mikið listaverk, hefir verið rætt mikið, og þúsundir manna
hafa komið lil þess að skoða liana, ásamt hinuni nýja veglega
háskóla vorum. — Ég tel smíði kapellunnar mjög merkilega og
mikilvæga framkvæmd frá kirkjulegu og kristilegu sjónarmiði.
Hún mun bæta alla aðstöðu til starfa í guðfræðideildinni, en
auk þess setur hún annan blæ á háskólahúsið og' starf háskólans
alt. Einn af prófessorum háskólans sagði þannig við mig: „Hing-
að í þessa kapellu mun ég oft koma í framtíðinni“. Guðfræði-
prófessorunum og háskólarektor vil ég færa þakkir kirkjunnar
fyrir góða framgöngu þeirra í byggingarmáli kapellunnar og
húsameistara ríkisins, sem gerði kapelluna að listaverki. Óska
ég guðfræðikennurum háskólans heilla og blessunar með nýju
heimkynnin og hið fagra musteri þeirra. Mun ég að máli mínu
loknu leggja til, að við sendum rektor háskólans heillaóskir
vorar.
Á 500 ára afmæli prentlistarinnar 24. þ. m. fóra
um 200 prentarar „heim að Hólum“. Var guðs-
þjónusta flutt i dómkirkjunni á Hólum af séra
Friðriki J. Rafnar vigslubiskupi. Nokkurir norðlenzkir pestar
munu hafa verið þar viðstaddir. Formaður Hins íslenzka prentara■■
Gjöf til
Hólakirkju.