Kirkjuritið - 01.07.1940, Síða 37

Kirkjuritið - 01.07.1940, Síða 37
KirkjuritiS. Prestastefnan. 277 félags afhenti Hóladómkirkju eintak af Guðbrandarbiblíu í mjög fögru, fornu skinnbandi og útskornu skríni aö gjöf. — Jafnframt því, sem ég vil fyrir kirkjunnar hönd þakka prenturunum fyrir þessa ágœtu gjöf, sem við þetta tækifæri var mjög vel valin, mun ég með samþykki yðar senda þeim kveðju okkar sérstaklega og þakkir. Minnist íslenzka kirkjan um þessar mundir með lotningu og þakk- læti hinna kirkjulegu brautryðjenda prentlistarinnar á íslandi. Þegar ég lit yfir síðastliðið starfsár, á ég þakkir til Guðs fyrir, livernig hann hefir leitl starfið. Vafalaust má benda á margt, sem vér höfum betur getað gert, og marga vanrækslu. En ef til vilt gefur hann oss ný starfsár, ný tækifæri til þess að bæta fyrir það, sem miður fór, enda skyldi það vor æðsta ósk og bæn hverju sinni, er vér horfum fram á veginn og lí'tum yfir iiðna tíð. [Hér lýkur skýrslu biskups.] Styrkur til fyrv. presla og prests- ekkna. Messuskýrslur. Eftir tillögum biskups var ú'thlutað 9600 kr. sam- tals til fyrverandi presta og prestsekkna. Reikn- ingur Prestsekknasjóðs fyrir 1939 var borinn upp og samþyktur. I bonum voru um siðustu áramót 92122.G 1 kr. Biskup lagði fram fyrir prestastefnuna, svo sein venja er til, skýrslur um messur og altarisgöng- ur á liðnu ári. Voru messurnar samtals 4499. Hlutverk Annan fundardaginn flutti séra Bjarni Jónsson nútírna vígslubiskup framsöguerindi um hlutverk nú- kirkjunnar ímakirkjunnar. Lagði hann megináherzlu á það, að lilutverk kirkjunnar væri hið sárna á öllum öldum, að prédika Krist sem drottin og vinna að því að bæta úr andlegri og líkamlegri neyð mannanna. Jafnframt skýrði hann það nánar, í hvaða myndum starf kirkjunnar að þessu hlut- '’erki ætti að birtast nú á timum á sviði fræðslumála, mannúðar- mála og annara höfuðmála mannlegs lífs. Var erindi þetta langt °g ýtarlegt, og urðu miklar umræður út af því. Endurskoðun Um nefndarskipun kirkjumálaráðherra til end- sálmabókarinnar llrsk°Óunar á sáhnabókinni urðu talsverðar um- ræður. Kom fram tillaga um það, að presta- stefnan kysi nú þegar tvo menn í sálmabókarnefnd, sem kirkjuráð hafði skorast undan að gera (sbr. skýrslu biskups). Þessari tillögu var vísað frá með rökstuddri dagskrá. Tvær tillögur til rökstuddr- ar dagskrár komu fram. Vildu sumir ræðumenn, að nefndinni yrði þegar gefin traustsyfirlýsing, en aðrir, að því yrði frestað, unz mönnum gæfist kostur á að kynnast starfi hennar. En um l>að kom enginn ágreiningur fram, að tillögur nefndarinnar

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.