Kirkjuritið - 01.07.1940, Blaðsíða 39
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
279
Útvarpserindi
önnur erindi.
og
með sérstökum lögttm söngmálastjóraembætti fyrir íslenzku
kirkjuna."
Tillagan var samþykt í einu hljóði.
Heillaskevti Prestastefnan sendi heillaskeyti til Háskólans
og Hins íslenzka prentarafélags, með þökk fyrir
Guðbrandsbiblíu, er það gaf Hólakirkju.
Rektor Háskólans, dr. Alexander Jóhannesson, svaraði með
skeyti á þessa leið:
„Þakka hjartanlega fyrir árnaðarkveðjur til Háskólans frá
prestastefnunni. Vona, að hin nýja kapella verði athvarf hinnar
árlegu prestastefnu og að þaðan megi Ijós kristinnar trúar skína
til blessunar þjóð vorrÞ*.
Tvö útvarpserindi voru flutt í sambandi við
prestastefnuna, í Dómkirkjunni. Hið fyrra flutti
séra Jón Auðuns frikirkjuprestur um „Kristin-
dóminn i dag“, en séra Sigurbjörn Einarsson hið síðara, um nas-
ismann og játningarkirkjuna á Þýzkalandi, nefndi hann það:
„Vertu ekki hrædd, litla hjörð“ Þá fluttu þessir menn erindi á
prestastefnunni, sem hér segir:
Dr. Jón Helgason biskup: Um prestinn séra Tómas Sæmunds-
son. Ásmundur Guðnnindsson próf.: Um Grafarkirkjuna. Séra
Pétur T. Oddsson: Um kristindómsfræðslu barna, einkum í
skólum.
A laugardagskvöldið, að lokinni prestastefn-
unni, dvöldust fundarmenn í góðum fagnaði og
við ástúðlegar viðtökur á heimili biskupshjón-
anna í Vesturhlíð. Ýmsar ræður voru fluttar og biskupshjónun-
um árnað farsældar og blessunar.
Á. G.
Heima hjá
biskupi.
Aðalfundur Biblíufélagsins
var haldinn 29. f. m. Á honum var samþykt i einu liljóði tillaga
þess efnis, að félagið léti semja stutta nafnaskrá yfir Biblíuna og
færi þess á leit við Brezka Biblíufélagið, að liún yrði prentuð
ásamt uppdráttum af Landinu helga og efnisyfirliti yfir kapítula
Výja testamentisins aftan við Bibliuna.