Kirkjuritið - 01.07.1940, Qupperneq 41

Kirkjuritið - 01.07.1940, Qupperneq 41
Kirkjuritið. Aðalfundur Prestafélags íslands. 281 sámtimis og það lijá fyrirtækjum, sem voru megnugri að aug- lýsa þær mjög mikið. Kostnaður við útgáfu Kirkjuritsins hefir aukist talsvert, en kaupendum hefir fjölgað og von um ríflegri styrk frá kirkju- ráði, eins og áður er getið. Á jjessu ári hefir próf. Magnús Jóns- son verið ritstjóri ásamt pról'. Ásm. Guðmundssyni, og er það samkvæmt ályktun síðasta aðalfundar og samþykt félagsstjórnar. Nýjar presta- hugvekjur. Formaður hóf umræður um útgáfu á presta- hugvekjum. Hafa borist um 20 hugvekjur, en frekari gangskör liefi ekki verið gerð að söfnun þeirra eða útgáfu, m. a. sakir þess, að sala á „Hálogalandi“ varð minni en búist var við og fjárhagurinn því þröngur. Þá er og erfitt um útgáfu nú sakir dýrtíðar. Taldi liann samt rétt að halda verkinu áfram. Urðu nokkrar umræður, og var samþykt svo- látandi tillaga: „Fundurinn felur prestafélagsstjórninni að herða á söfnun efnis í prestahugvekjur á þessu ári með það fyrir augum, að bók- in verði gefin út við fyrstu hentugleika.“ Próf. Magnús Jónsson hóf uinræður um málið, og lagði fram 4 atriði til umræðu: 1. Er æski- legt að l'á kirkjuj)ing? 2. Hvernig á það að vera skipað? 3. Kjör- dæmaskipun lil kirkjuþings og 4. Valdsvið kirkjuþings og starf, Lagði hann til grundvallar tillögur og frumvarp nefndar Presta- félagsins í niálinu. Urðu allmiklar umræður, er hnigu allar að því, að stefna beri að því að fá kirkjuþing, en helzt höfðu menn nokkuð að athuga við kjördæmaskipun þá, sem stungið hefir ver- ið upp á. Var gerð svofeld ályktun: „Fundurinn felur stjórn Prestafélagsins að undirbúa kirkju- þingsmálið og vinna að framgangi Jiess með hliðsjón af tillögum nefndarinnar og umræðum þeim, sem farið hafa fram um málið“. Kirkjuþing. Kosning í barna- i barnaverndarráð var endurkosinn formaður Prestafélagsins, próf. Ásmundur Guðmundsson. Formaður bar fram svofelda tillögu, og var hún samþykt: „Fundurinn er mjög hlyntur Jjeirri hugmynd, sem fram hefir komið, að kristin- dómsfræðsla barna verði falin völdum sérkennurum eftir því sem við verður komið. í því sambandi leyfir fundurinn sér að æskja þess af fræðslumálastjórninni, að hún hlutist til um Jjað, að kennaraefnum verði veittur kostur á aukinni mentun í kristn- um fræðum við guðfræðideihl Háskólans eða á framhaldsnám- skeiðum við kennaraskólann“. verndarráð. Kristindóms- fræðsla.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.