Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 43

Kirkjuritið - 01.07.1940, Page 43
Kirkjuritið. Prestafélagsdeild Suðurlands hélt aðaifund sinn í Keflavík að þessu sinni. Hófst hann með því, að messað var á 10 stöðum í Gullbringusýslu, sunnudaginn 30. júní, Bessastöðum, tveim kirkjum i Hafnarfirði, Vifilsstaða- hæli, Kálfatjörn, Keflavík, Útskálum, Hvalsnesi, Höfnum og Grinda- vik, og voru tveir aðkomuprestar við hverja guðsþjónustu. Voru guðsþjónusturnar mjög vel sóttar alls staðar. Á eftir komu allir prestarnir saman á Útskálum að boði séra Eiríks Brynjólfssonar, en þaðan var haldið til Keflavíkur, þar sem séra Bjarni Jóns- son vígslubiskup flutti erindi í kirkjunni fyrir fjölmenni. Á eftir því voru prestarnir í hoði lögreglustjórans á staðnum, Alfreðs Gíslasonar, og frúar hans. Allir prestarnir voru siðan gestir á heimilum í Keflavík og Útskálum um nóttina og næsta dag. Næsta morgun hófst fundur kl. 9,30 með morgunbænum, sem séra Sigurður Pálsson í Hraungerði stjórnaði. En því næst hóf séra Hálfdán Helgason á Mosfelli umræður um trúar og kirkju- líf hér á landi. Urðu um það miklar og innilegar umræður, er stóðu fram yfir hádegi. Eftir hádegið hófst fundur aftur. Var þá lokið aðalfundarstörf- um, reikningur samþyktur o. s. frv. Var samþykt að hafa næsta fund helzt á Eyrarbakka og guðsþjónustur í sambandi við hann ' Hraungerðis-, Stokkseyrar- og' Arnarbælisprestaköllum. Stjórn <>g endurskoðendur voru endurkosnir. Dr. Jón Helgason, biskup, <>g séra Ólafur Magnússon, pæp. hon., voru kosnir heiðursfé- lagar. Þá hóf séra Garðar Svavarsson umræður uin samstarf presta og safnaðar. Mun það erindi væntanlega verða birt í Kirkjuritinu. Umræður urðu ekki miklar um ]>að sakir j)ess, að fundartími var að líða. Lauk fundinum með bænargjörð, sem séra Brynjólf- llr Magnússon í Grindavik stjórnaði. Settust prestar loks í boði sóknarnefndar að kaffidrykkju í ungmennafélagshúsinu, þar sem fundurinn hafði einnig verið haldinn. Voru þar ræður haldnar að skilnaði. Var för þessi öll- um þátttakendum hin ánægjulegasta, enda viðtökur allar, bæði við kirkjurnar og í sambandi við fundinn, svo hlýlegar og góð- ar> sem frekast varð á kosið. M. J.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.