Kirkjuritið - 01.01.1941, Page 7
KirkjuritiS.
Nýár 1941.
Hvert nýárið eftir annað rennur nú upp við bliku 6-
friðarins mikla. Nauðugur viljugur hlýtur hver maður að
minnast þess á tímamótunum.
Við síðustu áramót hafði þessi hildarleikur ekki staðið
nema fáa mánuði, en samt voru þá þegar margar þjóðir
í deiglunni. Síðan hefir svipuðu fram farið. Bálið hefir
breiðzt út. Fleirum og fleirum er varpað í deigluna.
Aðrar verjast í ofboði dauðans á sjálfum barminum.
Kviknað hefir í Suðurálfunni. Eldtungurnar sleikja
Austurálfuna. Reykjarmökkinn leggur til Vesturádfu.
Frændþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa hnigið, hver
með sínum hætti.
Og svo hefir það skeð, sem vér hefðum sízt óskað,
og jafnvel sízt vænst — ófriðurinn hefir náð alla leið
til okkar, sem „búum við hin yztu höf“. 1 íslenzkum
sveitum hafa skriðdrekar sézt á vegum. Fallbyssuhreið-
ur eru á holtunum, vígi á götum og stígum. Og fyrslu
fallbyssukúlur, sem skotið er i heiftarhug, hafa sprungið
yfir Reykjavík.
Samtímis hafa atvinnuhættir og fjármál farið úr skorð-
um, og hefir það komið fram í þvi, að til tslendinga
hafa sópast óvæntar miljónir króna. Allt í einu er það
orðið vandamál, hvað gera eigi við þennan fljótfengna
auð, svo að hann valdi ekki meiri hörmungum og tjóni
en gæfu og gengi. Það eru mikil viðbrigði frá baráttu
gegn gjaldþroti. Sannast enn bæn Agúrs:
„Gef mér hvorki fátækt né auðæfi,
en veit mér minn deildan verð“.
Ótti og hörmungar öðrum þræði — óvænt auðsafn