Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 14
8
Guðmundur Einarsson:
Janúar.
vors, vill láta réttlætið sitja í öndveginu og í'orða hinum
fáráðu óvitum landsins barna frá að lenda i eymd og
örvæntingu sinnar eigin heimsku. Hún vill gjöra það
með allri hógværð og gætni, þannig, að þeir, sem hafa
tekið oss hernámi, verði að viðurkenna, að vér breytum
að vilja Guðs og samkvæmt liinu strangasta réttlæti og
sönnum hyggindum fámennrar þjóðar henni til bjargar
og verndar. — En um þetta þurfum vér allir, ungir og
gamlir, að vera sannnála og samtaka, að vernda þjóðlíf
vort og hin beztu ])jóðareinkenni vor, er felast í því,
sem forfeður vorir táknuðu með nafninu „drengur góð-
ur“. Sómi og heiður ])jóðar vorrar er vor eigin sómi og
heiður, og rétllætið er virt af öllum þjóðum, hvort sem
þær vilja lúta því eða ekki, svo að ef vér getum samein-
ast um það að sýna öllum réttlæti og góðsemd, þá þurf-
um vér ekki að óttasl þær þjóðir, sem hafa hertekið oss,
þótt vér berjumst gegn því, að þær fótumtroði sæmd vora
og heiður. Höfðinglega kurteisi eigum vér að sýna þeim,
en ranglæti megum vér ekki þola, enda þótt það kosti
oss lifið. Það er betra að deyja með sæmd en lifa við
skömm, sögðu frumbyggjar þessa lands, og undir það
viljum vér, afkomendur þeirra, enn taka og breyta eftir
því.
Vér höfum því enga ástæðu til þess að vera kvíðafullir
eða óttast framtíðina, ef vér aðeins gætuin þess að ganga
á Guðs vegum og reynum að framkvæma vilja hans, því
að þá mun verða vakað yfir oss, hér eftir eins og hingað
til, og ekki aðeins á sjó, heldur líka á landi, svo að sómi
lands vors ekki verði skertur.
En livað getum vér, sem búum í sveitinni, gjört til þess
að vernda þjóðlíf vort, er vér erum langt frá öllum á-
hrifum framandi manna? Vér getum öll eitt, vér getum
lielgað oss Guði til sameiginlegra starfa fyrir ríki lians,
og vér getum látið réttlæti og bróðurlnig ráða á meðal
vor og þann anda sýra svo út frá sér til alls lands vors.
Og vér getum meira, vér getum beðið fyrir landi voru