Kirkjuritið - 01.01.1941, Side 17

Kirkjuritið - 01.01.1941, Side 17
Kirkjuritið. Aramót. 11 leika og vizku í hógværð, svo að þeir hafi vit og vilja- þrek til þess að leiða þjóð vora klaklaust gegnum brim og boða hins ólgandi þjóðlífs og byltingaranda verald- arinnar, sem engu vill eira. — Ég lield nú rejmdar og vona, að ríkisstjórn vor og leiðtogar lands vors séu eins góðsamir og réttlátir eins og nokkurrar annarar þjóðar, en það er ekki nóg, það höfum vér fengið að sjá þetta árið, heldur verða leiðtogar vorir að skara fram úr til þess að geta orðið fyrirmynd leiðtoga annara þjóða, og það er það, sem vér þurfum að biðja um og keppa að, að megi verða. Ég býst við, að þeir séu allmargir á voru landi, sem nú líta hálfkvíðafullum augum fram á nýja árið. Alt er undir því komið, að vér dveljum undir drottins sérstöku vernd, svo að geislarnir frá hæðum geti fylt sálir vorar, svo að hugsjónir frelsarans geti orðið með oss, svo að kærleikurinn, hans kærleikur, fái mótað alt vort líf, orð og gjörðir, því að þá er oss gott að lifa, hvernig svo sem lífsstríðið kann að verða liáð og livað sem framtíðin færir oss að höndum. Ef vér hvílum í hendi Guðs, erum vér örugg, því að drottins hönd er sterk. Ég veil ekki, livort vér höfum nú öll komið auga á þelta, að Guð vakir yfir oss á sérstakan hátt, og að hann því vill nota oss og ætlast til þess, að vér komum fram seni sendiboðar hans til mannanna, en þetta þurfum vér umfram alt að skilja, því að það er hættulegt, að vilja ekki sjá, hvert Guðs hönd bendir og hvers hann íetlast til af oss. Þetta er það eina, sem ég óttast, að vér gefum ekki gaum miskunnsemi drottins og viljum ekki ganga vegu hans. Ég óttast engar ytri þrautir, þær geta vel orðið til blessunar; hræðist ekki hertöku vora og jafnvel ekki Þótt stríð yrði háð á landi voru, — en við þetta er sál mín óttaslegin, að vér máske gleymum Guði vorum og skeytum ekki vilja frelsara vors, því að fari svo, sé ég

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.