Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 18
12
G. E.: Áramót.
Janúar.
engan bjarma, sem lýsi oss gegnum myrkrin, enga náðar-
hönd, sem bægir frá oss hinni ýtrustu neyð og forði oss
frá eyðileggingunni.
Það er ekki nóg, að vér leggjum fram gjafir vorar, hlust-
um á Guðs orð, játum Krist með vörunum, nei, það er
sál vor, sem drottinn þráir. „Son minn, gef mér hjarta
þitt“, er bæn Guðs til þín og mín á þessum dögum. Það
var fátæka konan, sem lagði dýrmætustu gjöfina í guðs-
kistuna, gaf aðeins einn eyri, en það var aleiga hennar,
„öll björg hennar“, sagði Jesús. Hún gaf Guði sál sína og
hjarta, gaf honum alt sitt. Þannig eigum vér, sem dag-
lega fáum að sjá og reyna, hve örlátlega Guð gefur oss,
að gefa honum það, sem hann sérstaklega vill þiggja af
oss: Hjarta vort og sál. Það eru liugsanir vorar, orð vor
og gjörðir, alt sem á upptök sín í sálu vorri, sem Guð
vill að vér helgum sér, — að vér færum lionum sem
heilaga fórn, — og þá mun hann hefja upp hendur sin-
ar og blessa oss með náð.
Komum því til móts við Krist, frelsarann elskulega,
sem alt hefir lagt í sölurnar fyrir oss, og færum honum
oss sjálf að gjöf, oss og alt, sem vort er; þá mun hann
gefa oss fullkomið öryggi á komandi árum, fylla oss
heilögum friði; en vér munum fagnandi takast á hend-
ur að framkvæma það verk, sem hann vill, og spádóm-
urinn sagði, að væri þetta: „Vegsamið drottinn á meðal
eldanna, nafn drottins, Israels Guðs, á eyjum hafsins“.
Látum það vera markmið vort á árinu nýja, í Jesú
nafni.
Guðm. Einarsson.