Kirkjuritið - 01.01.1941, Page 26

Kirkjuritið - 01.01.1941, Page 26
20 I. Ó.: Frá Eyjafjöllum. Janúar. ir með tilliti til barnanna, einnig texti og efni ræðunnar. Þess skal getið, að verkamaður í Holti, Axel Andrésson, hefir æft börnin í söng, sérstaklega með tilliti til þessara guðþjónustu- gjörða. Hafa þeir Axel og séra Jón samið sérstakt tónlag, sem notað hefir verið við þessi tækifæri. Með þessu eru börnin gjörð að þátttakendum í guðsþjónust- unni, og þau skilja, hvað með er farið. Ég efast ekki um, að þessar guðsþjónustur eru vinsælustu guðsþjónusturnar og uni leið þær áhrifamestu. Þær s’tyrkja vináttuböndin jafnt á milli prestsins og barriánna og prestsins og hinna eldri. Þessi merki þáttur í störfum séra Jóns M. Guðjónssonar er þess verður, að honum sé veitt athygli, og prestar landsins — þeir, sem ekki hafa enn haldið barnaguðsþjónustur, — taki upp þessa merku nýbreytni. Annarar merkrar starfsemi er skylt að geta, sem séra Jón M. Guðjónsson hefir átt frumkvæðið að. Það er slysavarnarstarf- semi. Hann hefir stofnað tvær siysavarnardeildir, aðra undir Austur-Eyjafjöllum, sem heitir „Unnur“, og hina undir Vestur- Eyjafjöllum, sem heitir ,,Bróðurböndin“. Félagsstarfsemi þessi á hér óskifta samúð, og næstum allir ungir og ganriir leggja þar hönd að verki. Á hverju ári heldur „Bróðurhöndin" árs- hátíð 1. desember. Hefst hátíðin með ræðuhöldum og sálma- söng. Ungir og gamlir sækja þessa bátíð, sem er ein mesta og göfugasta skemtisamkoma í sveitinni. Auk þess sem fólk kemur til að skemtá sér, minnast þeir hinna liugrökku sjómanna, þeirra, sem hafa látið iíi'ið við æstar öldur úthafsins, og leggja auk jiessa nokkura aura, með glöðum huga, slysavarnarstarfseminni til styrktar og eflingar. Vel getur verið, að niður aldnanna, sem á hverjum degi berst til sveitarinnar, eigi nokkurn ])átt í þeirri nriklu samúð, sem þessi starfsemi á hér, og ennfremur það, að árlega fara margir Eyfellingar til sjós, og málið verði þvi fólk- inu persónulega tengdara. En það á að vera öllum Islendingum jafn kært að leggja aura i sjóð slysavarna. Með því eykst það öryggi, sem slysavarnarstarfsemin getur veitt. Hér eiga prest- arnir að ganga á undan úti um liinar dreifðu bygðir. Megi samvinna presta og kennara aukast. Ingimundur Ólafsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.