Kirkjuritið - 01.01.1941, Side 29

Kirkjuritið - 01.01.1941, Side 29
Kirkjuritiö. Kirkjan okkar. 23 hrösul. Okkur verður oft á að gera það, sem er ekki gott. En biðjið þvi Guð af öllu lijarta með barnslegri einlægni og treystið honum af öllu hjarta til að gera þig stóran í öllu því, sem gott er, þá verður þú styrkur og stór. — „Kirkjan er oss kristnum móðir“. Þannig byrjar einn sálm- urinn í sálmabókinni okkar. Og þetta er rétt. Hvað gerir góð móðir? Hún breiðir út ástríkan faðm sinn móti barni sínu og þrýstir þvi að lijarta sínu, hún vakir yfir því, bún gefur því það bezta, sem bún á til, og hún vill því það bezta. Líkt er því farið með móður okkar kirkjuna. Það, sem hún í raun og veru vill með boðskap sínuin um Guð og frelsarann, er að veita okkur það, sem er í ætt við ástina hennar mömmu. Hún vill leiða börnin sín. Hún breiðir út ástríkan faðminn sinn og þrýstir hverju barni sínu að móðurhjartanu, en þar sem það slær, slær Guðs hjarta. Börnin mín! Það er innileg ósk mín, að í hugum ykkar og bjarta sé og verði kirkja Krists ykkur móðir, og að í faðmi hennar finnið þið ykkur jafn örugg og glöð ávalt, einnig þegar starfsárin koma og erfiði lífsins, jafn örugg og glöð og í faðminum hennar mömmu, þegar þið voruð btil og ósjálfbjarga börn. Virðið kirkjuna ykkar, elskið hana, því hún vill gefa ykkur meira en allir aðrir. Látið aldrei neinn eða neitt slíta ykkur úr faðmi hennar. Ef aðrir sýna benni litilsvirðingu, þá sýnið henni enn meiri virðingu og elsku. Haldið áfram á þeirri braut, sem þið eruð byrjuð að ganga. Syngið áfram Guði og frelsaranum lof og þakkir með samstiltum röddum ykkar. Ég þakka ykkur ábugann. Megi sá áhugi stækka með ykkur. Þá farnast ykkur vel. Guð blessi ykkur.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.