Kirkjuritið - 01.01.1941, Page 30

Kirkjuritið - 01.01.1941, Page 30
Janúar. Embætti og laun - og aukalaun. „Verður er verkamaðurinn launanna“. „Morgunblaðið" hefir flutt meiri hlutann af erindi gamals klerks um „Embætti og laun; aðaltekjur og aukatekjur", en slept siðara hluta greinarinnar, um eina sérstaka launastétt. Nú langar þennan gamla klerk til að ílreka þetta erindi sitt, og koma einnig niðurlagi þess, sem úr var felt, að í Kirkjuritinu, ef kostur verður gefinn á, og jafnframt að fá leiðréttingar á ekki allfáum leiðinlegum prentvillum, eða þá óleiðréttum skrifvillum, sem þar sýna sig. 1 þessu erindi er því haldið fram, að sérhvert opinbert embætti eða æfistarf í almenningsþörf ætti og þyrfti að vera þetta hvort- tveggja í senn: Hæfilega stórt eða mikið til að starfa forsvaran- lega við, fyrir livern meðalmann, sem til þess er skipaður, og um leið svo launað, að við það megi starfa og lifa hóflegu og heil- brigðu lífi, eftir sannri og eðlilegri þörf eða nauðsyn, án alls tízku og tildurs-tilkostnaðar. En ef, eða þegar eitthvert embætti er þannig launað, en þó svo annalítið, að vel má við það bæta meiru nauðsynjarstarfi lianda meðalmanni, þá ætti lionum að vera bæði skylt og ljúft, að taka við því og rækja það forsvaranlega án nokkurra sérstakra launa fyrir það, nema því aðeins, að persónulegur peningakostnaður hans aukist við það. Þvi að eins og það er óhæfa og óráð að svelta þarfan og nauðsynlegan þjón við launaskamt langt fyrir neðan sanna þörf og nauðsyn, eins er það — og ekki síður — hættulegt óráð og hæfulaust, að o/ala nokkurn á launum, sem eru langt fyrir ofan sanna þörf eða nauðsyn viðkomandi. þjóns og þjóðfélags. Er og fer þetta alt eftir hlutarins eðli, og þarf varla skýringar við. Varla má þó liugsunin eða krafan vera sú, að laun allra embættismanna skuli vera hnífjöfn, heldur lagast nokkuð eftir tegund og eðli embætta, staðháttum og dýrleika lífsnauðsynja, svo og mismunandi tilkostnaði og erfiðleikum við skylduverk embættanna. En hér má helzt ekkert vera „of“ eða „van“, ekkert hærra og ekkert lægra en náttúrleg þörf og nauðsyn krefur, ef vel á að vera og fara fyrir þjóðfélagi og þegnum, og ekki alt að rifna og springa af óánægju, gremju og sundrung vegna misréttisins.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.