Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 31

Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 31
KirkjuritiS. Embætti og laun — og aukalaun. 25 Þessu þarf ekki frekar að lýsa; það segir og sýnir sig sjálft nú og fyr og siðar, svo oft og víða. En það er aðallega ein embættismannastétt á landi hér, og laun hennar, sem liér er óskað um að ræða og bóta að beiðast fyrir °g á. Það er prestastéttin íslenzka og laun hennar hjá þjóðinni. Laun hennar hafa löngum verið lág og bág, lægst og bágust allra starfsmanna ríkisins. Nú mega þau þó heita góð hjá þvi, sem áður var, ef alt er til bnt, sem pappírslög tii skilja, og öllu er til skila haldið, enda þótt enn séu þessi laun hin lægstu og lítilmótlegustu. En auk þessa er ýmislegt annað um þau að athuga óeðlilegt, óvænlegt og hvumleitt: Eins og kunnugt er, eru laun flestra eða allra þjóðkirkjupresta Eér skömluð í tvennu lagi, sem aðalskamtur og ábætir væri, með svonefndum að'a/tekjum úr ríkissjóði, og auA-atekjum frá ein- staklingum, sem prestarnir eiga sjálfir að krefja. Má því segja, að Eér séum vér prestar launaðir á laun ofan, eða tvennum launum, Þótt ekki sjái það á launahæðinni samanlagðri. Þetta hefir mér lengi fundist, og því meir sem ég lifi lengur, se og heyri, reyni og athuga meira og fleira, bæoi ónáttúrlegt, r:>ngt og óheppilegt, auk þess sem það er flækjulegra og ólireinna, a<5 eitt og sama embætti í þágu og þörf alþjóðar skuli þannig vera launað úr ýmsum áttum eða af mörgum aðilum, sem allir til samans mynda þjóðarheildina. Mér hefir altaf fundist og enda skilist það eitt eðlilegast og rétt- látlegast, og jafnframt einfaldast og heillavænlegast, að hvert það embætti, sem ríkisstjórn skipar í og veitir til fullrar skyldu- l'jónustu, og um leið til lífs framfærslu þeim, sem hlýtur, sé ein- Songu og beint launað að öllu leyti af veitandanum, skipandan- nm, ríkinu; og þá einnig jafnhliða, að hinn skipaði embættismaður v lnn* öll sín embættisskylduverk fyrir sín fastákveðnu, hreinu, opmberu laun ein, án nokkurra svonefndra aukatekna frá ein- staklingum, sem „hið opinbera“ þó ákveður og fyrirskipar þeim. En auðvitað þurfa þá þessi umtöluðu einu laun að vera svo, að Vl« þau megi lifa hóflegu, reglusömu og heilbrigðu lifi, og for- svaranlega starfa til uppbyggingar, við sæmilegan eða nauðsyn legan kost húsnæðis, fæðis og klæðis, og þá ekki minni eða lakari kost en þann, sem núverandi pappírslaun sveitapresla samtals veita eða geta veitt, þ. e. aðaltekjur og aukatekjur þeirra til samans. Hinar svonefndu „aukatekjur“ presta eru taldar að vera: Tii- tekin greiðsia einstaklinga fyrir svoköiluð „aukaverlt", sem eru: Barnaskírnir, fermingar, hjónavígslur og greftranir.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.