Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 33

Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 33
Kirkjuritið. Embætti og laun — og aukalaun. 27 inda-, rauna- og dauðastríð, og félát i sambandi við það, verða að kosta æðimiklu til jarðarfara vina sinna og vandamanna. Ef alt þetta kemur ekki þjóðfélaginu við, svo að þvi beri ekki að taka umræddan þátt í því, þá skil ég ekki, hvað framar er. Fullyrða má líka, að til þessa höfum vér prestar flestir oft fundið sárt, og það hefir verið, er enn og mun verða, meðan svo búið slendur, einatt næsta hart og tilfinnanlegt, bæði að krefja uin og taka til sín þessar svokölluðu aukatekjur af viðkomandi einstaklingum, fáum vel fjáðum, flestum efnalitlum, og mörgum fátækum og margvíslega bágstöddum, og að þessvegna var og er °g mun verða margur sá presturinn, sem kveinkar sér við að krefja um og taka við þessum aukatekjum, enda þótt viðkomandi einstaklingar langflestir hafa auðsýnt og sýni aðdáanlegan fús- ieik, vilja og viðleitni til að inna þessi gjöld af höndum. Fátæka foreidra og fjölskyidumenn munar um minna en 5 kr. fyrir hverja barnsskírn, ofan á annan kostnað við fæðinguna; 18 kr. fyrir hverja fermingu ofan á allan undangenginn undirbúning og kenslu- kostnað; byrjandi hjón, efnasmá, munar líka um minna en „púss- unartollinn“, og snauða menn um minna en líksöngseyrinn ofan a alt annað kostnaðar- og raunastriðið, sem dauðsföllunum fylgir. bví segi ég það hreinskilnislega, fyrir sjálfan mig og marga fleiri, líldega flesta embættisbræður mína: A.ð þessar „aukatekj- Ur ‘ eru „aumu laiuiin", og „neyðarbrauð" alla þá stund, er liið opmbera eða ríkið tekur ekki að sér greiðslu þeirra eða jafngildis þeirra ásamt hinum svonefndu aðaltekjum--------------. En þetta, eða eitthvað líkt, tekur nú til fleiri embætta og einstaklinga en vor presta og þeirra, sem oss greiða „aukatekj - ur • Því að víðar er „pottur brotinn“. °g þá leyfi ég mér, rétt til dæmis, að nefna blessaða læknana °g y,aukatekju“-(/reiðendiir þeirra. Þeim, læknunum, er lögheim- ilað að taka svo og svo mikið gjald fyrir hvern snúning og ■skriftarstaf, og jafnvel hvert orð, sem þeir láta í té við sjúklinga °g nauðleilarmenn, i lækninga eða ráðlegginga skyni; og þetta *ag á að bæta upp, og jafnvel margfalda liin föstu rikislaun þeirra, seni þessvegna mega vera, og eru líka oftast fremur lág en há, enda þólt hærri séu en prestalaunin flest. Þetta á nú við hina stjórnskipuðu lækna. En svo koma hinir embættislausu, svo- uefndu „practiserandV' læknar. Þeim virðist enginn skamtur 'era settur eða takmörk fyrir því, hvað þeir megi taka fyrir s*nar „kúnstir“ og aðgerðir, heldur leyfist þeim að taka fyrir ..sinn snúð“ eftir eigin vild, enda eru líka stundum sögur sagðar °g jafnvel dæmi um, að sumir þeirra noti sér það vel. En hvað er nú um „aukalauna“greiðendur þessara launaþega?

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.