Kirkjuritið - 01.01.1941, Side 38
32
Vigfús Guðmundsson:
Janúar.
Bessastaðcikirkju.
sézt í gleymskuhafi liðinna alda. Og um það feitt, sem lýtur að
kirkjuhúsinu sjálfu, frágangi þess, viðhaldi og endurbótum. Þó
að verkefninu sé þannig skorinn þröngur stakkur, og efnið kunm
þvi að þykja magurt — eigi sízt í svona góðu og göfugu riti —
þá varpar það samt ijósi á eina hlið af áhrifum konungsvaldsins
á íslandi. Þá hliðina, sem enn er órœdd og rannsökuð: Hverja
fyrirmynd og fordæmi, ásaml afleiðingum, koiumgsvaldið sjálft
gaf kirkjuhöfðingjum og bændum landsins um örlæti og prýði,
vöndun og viðhald kirkna sinna.
Bið ég nú gætna lesendur að hafa þetta hugfast hér á eftir.
Kirkjur.
Föst regla var það í katólskum sið hér á landi — eins og í
öðrum löndum — að tileinka og helga kirkjur þær, er fyrst voru
reistar á hverjum stað, kirkjudýrlingi einhverjum, einum eða