Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 41

Kirkjuritið - 01.01.1941, Síða 41
Kirkjuritið. Kirkjur konunga á Bessa.stöðum. 35 Vigfús bóndi b.jó:“*) 7 hundruð og % mörk = 8(34 álnir, féil niður alt saman fyrir bót á kirkjunni“ (Fbrs. IV. 107). 1424. Þá er einungis getið þess, að enskir ræningjar bafi færl í bönd ráðsmanninn og annan mann á Bessastöðum, og látið greipar sópa um alla gripi kirkjunnar, ásamt skreið o. fl. til 100 marka — þ. e. 4800 álna virði, eða 40 fullgild kýrverð. Líklegt er, að kirkjan sjálf hafi aklrei verið jafn auðug af góðum gripum eftir þetta rán. 1523. Aftur er þá — einni öld síðar — getið þess ófarnaðar, að illa ræmdur sjóræningi, Týli að nafni, hafi brotið upp kirkj- una á Bessastöðum og rænt þaðan sköttum konungs. Báni þessu er þannig lýst (Fbrs. IX. 164): Týli „rofaði kongsgarðinn á Bessa- stöðum og braut kirkjuna, takandi þar út gull og silfur, vaðmál °g aðra peninga", o. s. frv. Ræningjarnir tóku líka fógeta kon- ungs, Hans Eggertsson, og bundu liann eins og versta óbótamann. En Týli fékk makleg málagjöld. Hann náðist síðar og var háls- höggvinn. Viðhald og útlit. Hér á eftir verður það fyrst, þegar kemur fram á 17. öldina, að eitthvert hrafl fer að vitnast um kirkjuna á Bessast. 1616. Kirkj- an er þá komin að hruni af elli og fúa. Konungur tímir þó ekki að 'eggja fé til að endurbyggja kirkjuna. Þess í stað skipar hann**) að allar kirkjur á íslandi, með útkirkjum og smákirkjum, sem nokk- Ur tök hafi til þess, skuli greiða til endurbyggingar kirkjunnar á Kessastöðum, hver % hundrað, meira og minna eftir tekjum kirkn- ;>nna“. Þessum gífurlega skatti áttu nú biskupar báðir og lögmenn báðir, ásamt nokkurum helztu klerkum, að jafna niður á kirkjurnar. Eftir orðalagi bréfsins hefir fúlgan átt að vera svo mikil, að hundrað kæmi á hverja kirkju til jafnaðar, en mismikið eftir efna- hag. En kirkjuverðir skyldu svo greiða skattinn til Bessastaða. — Heri maður ráð fyrir, að kirkjur þá væru 240 að tölu, þá verður summan 14.400 álnir, sem jafna átti niður. Miðað við verðlagsskrár meðal alin i Gullbringusýslu, árið 1933—40, verður öll fúlgan = 19.728 kr. En það var ekki nóg að leggja slíkan okurskatt á hverja kirkju, (sem svarar 3 lambám af hverri til jafnaðar). Þar að auki rœndu Bessastaðamenn klaustrin beinlínis, gripum þeirra og fjár- sjoðum, sem enginn veit hversu var mikils virði — auk allra jarð- anna. Og það er bara fágæt tilviljun, að maður veit nú aðeins um *) Þ. e. Vigfús ívarsson Hólms, fyrnefnds(?). Hann var hér hirðstjóri nokkur ár, talinn dáinn 1407. (Safn. II. 635). **) Kr. IV., 19. apr. — M. Ket. Fororðn. II. 263. Afrit konungs- bréfs þessa er í Þskjs. 5. D. Kanc. 3*

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.