Kirkjuritið - 01.01.1941, Side 43

Kirkjuritið - 01.01.1941, Side 43
Kirkjuritiö. Kirkjur konunga á Bessastöðuin. 37 °g æðstu stjórnar konungs — svo að kirkjan fyki þó ekki í næsta veðri. Nú er svo hláleg gloppa í — margeftirleituðum — heimildum áór á landi, að maður getur ekkert vitað meira um þessa einu lorfkirkju, sem getið er um á Bessastöðum, hvorki um stærð hennar, útlit, eða endingu og árafjölda. Ekkert orð finst um lurkju þessa um 15 ár. En nálæg ummæli benda til þess, að ekki hafi hún staðið yfir 20 ár, og máske ennþá skemur. 1635. Eigi eru liðin fleiri en 15 ár frá byggingu torfkirkjunnar, lJar til alvarlega þarf að gera við hana. Pros Mundt höfuðsmaður getur þess í bréfi á þessu ári, að gera þurfi við kirkjuna á Bessa- slöðum og líka við húsin þar og í Viðey. Muni þetta ekki kosta 'ninna en 200 rd. En þá vildi svo vel til(!), að séra Sigurður Oddsson („Siurd Odtzen“ — i Arnarbæli eða Stafholti?), sótti um leyfi konungs til þess að mega giftast næsta systkinabarni sinu. Var nú tilvalið tækifæri að láta kröfur jafnast, og skyldi Prestur ekki greiða minna fyrir leyfisbréfið en aðgerð húsa á ^essastöðum og Viðey átti að kosta, þ. e. 200 rd., eða að minsta l'osti 25 kýrverð, að þáverandi verðgildi. Og þetta var látið gilda. 1642. Á tveimur stöðum segir frá vísitazíu Brynjólfs biskups þetta ar- 1- Um kirkjuna er þetta: „Kirkjan endurbætt og bygð af Jóhanni 'vlein, með yfirþaki af súð. Alt annað, sem fyr er skrifað" (hve- nær?). 2. Kirkjan 12 stafgólf, þiliuð öll kór og kirkja, nema gólfið 1 framkirkju. Súðþil á hvorutveggja og skammbitar. Þil bak og lyrir kirkjunni og ,,eikeþil“(?) báðumegin að hliðum, 8 glerglugg- ar, 16 setustólar hægramegin en 17 vinstramegin. Hurð fyrir dyr- Um á 3 járnuin, væn og stór, og lokuhurð á járnum þar innan i. Ih'édikunarstóll með snikkverk, altari með gráðu og skriftastól. Höfuðsmannsstóll, með „yfirslagi" (himni?). Pros Mundt höfuðs- ■Paour (1633—’45) hafði þá nýlega gefið kirkjunni skrúða: Hökul, 'auðblómaðan með gullsnúrum, fóðraðan með rauðu lérefti, einnig alopp góðan og altarisklæði „af blómuðu kaffibrúngulu Atlasks- hotni og gullknipplingum, slyngt, nýtt“. Annan hökul hafi Jóhann Bocholt lagði til kirkjunnar. Hann var „gulur með blómað silkifys og silkisaumuðum krossi, með silfurskildum". Svo var presta- skrúðinn þá mikill, að þar var þriðji hökullinn úr grænu „silki- l.'s með rauðuin krossi. Einnig sloppar, og altarisdúkur. Vængja- hrík máluð var yfir altari, og á þvi 2 koparstjakar stórir, eilfur- kaleikur með diski, og koparhjálmur frannni í kirkjunni. Ekki eru þo nefnd nein líkneski. Hefir líklega verið búið að eyðileggja þau — svo sem si<UI.gg0g 0g fjendur lútherskunnar. Vigfús Guðmundsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.