Kirkjuritið - 01.01.1941, Page 45

Kirkjuritið - 01.01.1941, Page 45
Kirkjuritið. Innlendar fréttir. 39 Dómprófastur. í lögum um skiftingu Reykjavikur í prestaköll segir, að þessi prestaköll skuli vera sérstakt prófastsdæmi með dómprófasti. Sér.i friðrik Hallgrímsson hefir um skeið verið settur til að gegna dómprófastsembættinu. Séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup hefir verið skipaður prófastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi í stað séra Stefáns Kristinssonar, sem beiðst hafði lausnar frá prófasts- störfum. Séra Hálfdán Helgason hefir verið skipaður prófastur i Kjalarnessprófastsdæmi í stað l’riðriks Hallgrímssonar. Kirkjuritið. Það mun koma út eins og áður 10 sinnum á ári, alla mánuði úrsins nema ágúst og sept., um 24 arkir alls. Sökuni stóraukins hostnaðar við prentun og pappír, hlýtur verð þess að hækka upp 1 ö kr. árg. Gjaldd. 1. apríl og 1. okt., ef menn kjósa heldur að horga í tvennu lagi. Afgreiðslu og innheimtu annast séra P. Helgi Hjálmarsson, Hringbraut 144, sími 4770, Reykjavík. Nýir prestar í Reykjavík. Prestakosningarnar í Reykjavík, 15. f. m., voru yfirleitt vel sottar, en enginn umsækjenda náði þó lögmætri kosningu, því að til þess þarf meira en helming þeirra atkvæða, er fullur helmingur atkvaeðisbærra kjósenda greiðir lögum samkvæmt á kjörfundi. í Paugarnesprestakalli sótti ekki fullur helmingur kjósenda kjör- hind, enda munu margir þeirra hafa litið svo á, að eini umsækj- ondinn þar væri sjálfkjörinn i prestakallið, og var þvi enginn hiti né kapp í kosningunum. f hinum prestaköllunum aftur á móti var ágæt kjörsókn, en atkvæði dreifðust, eins og vænta mátti, er uinsækjendur voru svo margir. Eftir kosninguna ritaði biskup kirkjumálaráðuneytinu og lagði hað til, svo sem rétt var og sjálfsagt, að þeim yrðu veitt presta- embættin, er flest hlutu atkvæðin. Hefir bað verið um áratugi föst venja biskupa hér á landi, nerna tvisvar sinnum, þegar hlul- aðeigandi söfnuðir æsktu þess sjálfir, að út af væri brugðið tii þess að koma í veg fyrir klofningu innan safnaðanna og úrsagnir nr þjóðkirkjunni. I öl 1 skiftin hefir ráðherra farið eftir tillögum hiskups. -\’ú hefði átt að niega vænta þess, að kirkjumálaráðherra færi enn að tillögum biskups, enda hefir ráðherra lá’.ið bá skoðun opinberlega i ljós, að hann vildi ógjarnan draga úr sjálfstæði eða

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.