Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 7
Kirkjuritið. Sjóndeildarhringur kristindómsins.
117
sýnt, að svo þarf að lifa og líka deyja — svo sem framast má
lánast — með liðsinni Drottins, að sem líkast sé því, er Lausn-
arinn Iifði og dó, eða kenndi og breytti í lífi og dauða sjálfur.
En á jörðu hér, hér í heimi og lífi, sjáum og finnum og reynum
ver Iíka — lof sé honum sem Iífið gaf — ótal margt og mikið,
sera „gott og fagurt og inndælt er“ mörg fögur, yndislega angandi
blóm meðlætisblíðu og blessunartíða, hingað og þangað eða hér
°g þar um æfiskeið vort og annara, svo að þar er jafnvel „himn-
eskt að lifa“.
En við upprisuljósið sjáum vér líka bezt, að allt þetta blcss-
aða og blíða þurfum vér að þiggja og meðhöndla þakklátir, auð-
miúkir og grandvarir, og reyna að láta engan höggorm freista
v°r til nokkurrar heimsku, yfirtroðslu né vanrækslu á lögmáli
cða boði Guðs og góðrar samvizku, þegar oss veitist indæl vist
1 Edensgarði hamingjunnar, svo að oss verði síður vísað þaðan út,
en megum sem bezt og lengst njóta gæðagnóttanna þar. Ættum
ng mættum vér þá vel minnast Adams og Evu, og „ríkismanns-
lns , sem „klædidst purpura og dýrindislíni og lifði hvern dag
1 dýrðlegum fagnaði, en lét þó Lazarus liggja úti fyrir dyrum
S1num fátækan, sáran og soltinn án umhirðu, og vaknaði því
siðar við logandi kvalaþorsta. En þá sjáum vér aftur, að það gildir
Jafnt í meðlætinu sem mótlætinu að lifa þarf, trúa og breyta, og
semast deyja sem líkast honum, sem uppreis hinn fyrsta kristna
Paskadag, til þess að meðlætið Ijúfa og mótlætið harða mætti leiða
einnig oss til upprisu lífs í ljósi“, upprisu til himinsins; en ekki
tjl niðurstigningar til heljar, til andlegs dauða í myrkri dauðlegs
h’fs í myrkurheimum tilverunnar hinu megin. Því að slíkir heim-
ar eru Iíka til.
Við upprisuljósið, ofan af upprisusjónarhæðinni, sjáum vér
hátt og langt inn í óumræðilega dýrðlegan, ómælanlegan stóran
°g dásemdafullan heim, „lifenda ljós heiminn bjarta“, fyrir utan
°g ofan þennan jarðneska heim, þar sem „eigi máni og eigi sunna,
tnr uppi framar lýsa kunna, því æðri sól þar birtu ber: Guðs son,
Kristur, sólin sanna, er sjálfur ljósið himinranna, í geislum hans
Þar gleðjumst vér, þar hvert er horfið tár, þar hvert er gróið
sar ■ En vér sjáum líka skyggja í skuggaheimkynni fyrir hand-
an, fyrir utan og neðan þessa jarðnesku tilveru, og þangað sjáum
ver hverfa þær mannlegar sálir og aðrar verur, sem hafnað hafa
°g halda áfram að hafna trú og kenning og breytni hins upp-
risna Drottins; og oss hryllir við; það færist þaðan myrkur og
kuldi og kvöl yfir sál vora við það að horfa og hugsa þangað.