Kirkjuritið - 01.04.1943, Síða 8

Kirkjuritið - 01.04.1943, Síða 8
118 Ófeigui' Vigfússon: Aprii. En þá erum vér nú komnir að þeirri margítrekuðu brenn- heitu spurning-u, sem líklega er einhver mesta spurning. og hin þýðingarstærsta, sem til er, og allt af er verið að bera fram: „Er algerlega útgert um alla þá, frá upphafi mannlífs til enda hér, sem ekki hafa þekkt né þekkja Jesúm Krist, ekki trúað né trúa á hann né breyta eftir honum? Eru t. d. allar þær milljónir heið- ingja, sem farnar eru, eru enn að fara og munu fara héðan, og hverfa inn í eilífðina, endalaust útskúfaðar og glataðar? Fyrst mun því til að svara, að margur heiðinginn, sem trúir og breytir vel eftir lögmáli Guðs og Krists í samvizku sinni, enda þótt hann þekki ekki gjörla sannan Guð og Krist, eins og kristilega upp- fræddur maður, mun vera Guði og Kristi nær og kærari en margur misendismaðurinn með kristnu nafni og kristilegri en dauðri kunnáttu, og mun því fara betur, og vakna upp til lífs í nieira ljósi en margur illa kristinn maður, þegar héðan skal halda. Því að Guði er þóknanlegur hver sá maður, sem hagar sér ráðvandlega, af hvaða þjóð, sem hann er“, og „Ekki munu allir þeir, sem til min segja: „Herra, herra, koma í himnaríki“, segir sjálfur Frelsarinn, „heldur þeir einir, sem gera vilja míns himneska föður“. Þessvegna mun líka fjöldi dáinna og deyjandi góðra, guðrækilega hugsandi og kristilega viljandi og breytandi heiðingja hafa vaknað og vakna „til lífs í ljósi“, upp úr dauða- dúrnum, og þar þá fljótt fengið og fá að „líta frelsarann og faðma hann“, þekkja og þekkjast hann, elska og aðhyllast hann. En hinir allir, sem voru og eru illir og illsku drýgjandi, hafa horfið og munu hverfa inn í myrkraheimkynnin hinum megin, hvort sem þeir hétu eða heita heiðingjar, kristnir eða eittvað annað. En það eru mörg „hýbýlin“ í húsi vors himneska föður, og mismunandi bæði hin björtu og dimmu, misbjört og sæl og mis- dimm og vansæl, allt réttlátlega og eðlilega cftir sálarásigkomu- lagi hvers eins, sem yfir um fór og fer. En eru þá allir þessir endalaust, vonlaust og miskunnarlaust týndir, tapaðir, útskúfaðir, glataðir, sem til heljar niður stigu og stíga; mun aldrei nokkurt ljós frá „lifenda ljósheiminum bjarta“ ná niður til þeirra og inn í „myrkrið fyrir utan“. Vér skulum þa fara hæst upp á sjónarhæð upprisunnar, og láta upprisuljós end- urlausnarans lýsa oss, lýsa yfir orð og verk hans sjálfs, og kenn- ingu hans beztu postula. Sjálfur hefir hann sagt í dæmisögunni um hinn ríka og fátæka, að þó að „mikið djúp sé staðfest“ milli heimanna hinu megin, þá geta samt skeyti farið þar á milli.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.