Kirkjuritið - 01.04.1943, Qupperneq 17

Kirkjuritið - 01.04.1943, Qupperneq 17
Kirkjuritið. Þjóðerni og kirkja. 127 Þetta allt hefir nú komið upp i hugann út af þeirri sérstöðu, sem ófriðurinn hefir valdið. En það veitir ekki af að horfa víðar. Hernaðarinnrás er ekki sú eina innrás, sem varasöm er. Hernaðarinn- rásin er í svipinn ef til vill ekki sú hættulegasta, sakir þess, að á liana horfa nú allir og liana óttast allir. Við íslendingar megum vel ugga að okkur. Hér hefir verið einangrun og mikið afskiftaleysi. Flest stóð hér í stað, um langan aldur. En svo hófust innrásir allskonar áhrifa, aðstreymi úr ýmsum áttum. Sjaldan hefir önnur eins innrás verið liafin og fram- kvæmd eins og sú, sem við höfum átt við að húa. Á ein- öffi mannsaldri hefir svo að segja allt gerbreytzt. „Fram- farirnar“ liafa gert innrás í land okkar. Þó að ég setji orðið framfarir í gæsalappir, þá er það ekki til þess að láta í ljós neinn ímugust á þeim eða hæðast að þeim eða jafnvel efast um ágæti þeirra. Ég geri ekkert af því. Ég segi ekkert við þeim. Þær hlutu að koma og urðu að koma og áttu að koma. En ég set orðið í gæsalappir til þess að benda á, að þetta her okkur að skoða vel og vandlega. Við höfum ekki lifað hér á einangruninni einni, held- Ur einnig á sjálfstæðri og rótgróinni þjóðarmenningu. fJjóðin og landið höfðu gróið saman. Úr þeim samgrón- lngi varð að vísu engin glæsimynd. Margt vantaði, sem þess þarf. En það var einlægni og sjálfseignarsvipur yfir þvi öllu saman. Það var, eins og ég lield að Eng- lendingurinn seg'i: Lítið, en mitt eigið. Torfhærinn verð- Ur aldrei að höll, en hann er ástmögur hvers listamanns að útliti og hlýr þeim, er í honum búa, þó að lítið sé um kitunartækin. Synfóníur voru ekki samdar, en þjóðlögin eru efniviður í listaverk og sjálf fögur og vermandi um kjartaræturnar. Heimspekibækur voru hvorki skrifaðar ne prentaðar, en spakmæli segja það, sem aðrir hefðu samið bók um. Stakan segir efni langs kvæðis eða á-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.