Kirkjuritið - 01.04.1943, Page 20

Kirkjuritið - 01.04.1943, Page 20
130 Magnús Jónsson: Apríl. ir hafa streymt til okkar, en við megum ekki falla fram til þess að eignast þær, eklci fórna heiðarleilc og réttsýni fyrir þær. Við getum notað allt liið nýja, lært með aug- um og eyrum, séð svo að segja og heyrt uin allan lieim, en við megum ekki falla fram og fórna eðli okkar, tungu bkkar, háttum okkar, menningararfi okkar, nægjusemi okkar. Mér sýnast tvær leiðir vera til, er fara mætti til þess að vernda þjóðerni og góðan arf okkar í þessari miklu inn- rás hins nýja tíma, hæði fyrir ófrið og í ófriðnum. 1. Önnur er sú, að ráðast gegn því, hannfæra það, vísa því öllu norður og' niður. Þessi leið er að mínu viti hæði ófær og óheppileg. Hún er ófær af því, að við getum ekki vísað þessu á bug. Við erum ekki menn til þess, þó að við vildum, að verjast hernaðarinnrás. Við getum ekki hrundið her stórveldanna héðan úr landi. En hitt stórveldið er þó enn voldugra. Bíó og Holly- wood eru voldugri en England og Bandaríkin. Það er nútíminn sjálfur, sem sendir þennan innrásarher. Hann er búinn að leggja stórveldin undir sig. Við gætum al- drei vísað því úr landi, þótt við vildum, og við viljum það ekki heldur. Og þessi leið er óheppileg vegna þess, að allt þetta nýja er framför, her i sér möguleika til þroska og frama. Að hafna því er sama sem að vilja ekki búa betur í hendurnar á sér. Það er nýjungarhræðsla, sem er ef til vill enn verri en nýjungargirni, ótrú á þróun sköpunar- verksins, vanmet á eigin þroskamöguleikum. Eitthvað af þessu er til í hverri tíð. Menn halda jafnan, að heim- ur fari versnandi, yngri kynslóðin sé að ganga fyrir stapann. Gamalmennanöldrið verður alltaf til og alltaf eins og aldrei til neins gagns. Yngri kynslóðin fer ekki

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.