Kirkjuritið - 01.04.1943, Qupperneq 21

Kirkjuritið - 01.04.1943, Qupperneq 21
Kirkjuritið. Þjóðerni og kirkja. 131 eftir því og á ekki að fara eftir því. Þetta verður allt orðið gamaldags, þegar uppvaxandi kynslóðin er orðin gömul, og hún vitnar þá í það eins og ímynd heilbrig- isins gegn því nýja, sem þá verður komið. 2. Hin leiðin, hitt viðhorfið við hinu nýja, er að verða við því eins og' maður. Fara eftir ráðleggingum postul- ans: Prófa allt og' lialda þvi, sem gott er En hvernig á að fara að því? Rithöfundur, sem skrifar mikið um siðferðismál og þjóðfélagsháttu, segist hafa fengið bréf á þessa leið: Vertu ekki að þessu. Kenndu mönnum bara að elska bverir aðra, og' þá er allt gott. Já, segir liann, en i bréfinu stóð ekki, hvernig ég ætti að fara að því. Sama mætti ef til vill segja um þessa leið, sem ég gat um, að mæta hinu nýja, bregðast við því eins og niaður. En það er nú samt eina leiðin. Hvort sem heldur er l»n að ræða hætturnar, sem að okkur steðja af dvöl herjanna hér og öðru, sem af ófriðnum leiðir, eða hinar hætturnar, sem stafa af stórstreymi nýja tímans inn yfir strendur landsins, þá er ekkert, sem getur bjargað þjóðerni okkar annað en manngildi okkar sjálfra, virð- lng okkar fyrir okkur sjálfum, skarpskyggni á hætturn- ar og hinar réttu leiðir og viljaþrek að fara þær réttu leiðir. Við erum eins og sjómenn i stormi úti á hafi. Það gagn- ar ekki að óska sér í land né sakast um að hafa farið a sjóinn. Það gagnar ekki að þrá betra veður. Veðrið er skollið á, og við erum í hringiðunni. Kunnum við að haga seglum í þessu veðri og eigum við þá stjórnkænsku, það þrek og þann sanna, yfirlætislausa kjark, sem þarf, til þess að hjai'ga hinu islenzka fari heilu úr veðrinu? ^ era má, að þeir viðburðir gei’ist, að barátta okkar sé vonlaus vegna aðsteðjandi atburða. Skipið getur bor-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.