Kirkjuritið - 01.04.1943, Side 25

Kirkjuritið - 01.04.1943, Side 25
Kirkjuritið. Þjóðerni og kirkja. 135 Varla er unnt að luigsa sér erfiðari aðstæður en land- ar vorir vestra liafa átt í þessu efni, og skal þó fátt eitt nefnt. Þeir eru fáar þúsundir í einu mesta þjóðarhafi jarð- arinnar. Þeir verða að búa við það, að kennsla öll í skólum fer fram á ensku. Börn öll verða að byrja skólagöngu kornung, og' heyra þá ekki annað en ensku. Þeir urðu, einkum í fvrstu, að leita sér atvinnu og afkomu meðal þarlendra manna, og þjóðerni þeirra og tunga var þröskuldur á vegi þeirra. Þennan þröskuld urðu þeir að yfirstíga með því, að ganga gegn þjóðerni sínu, læra annað mál, semja sig að nýjum liáttum. Margir þeirra leiddust við þetta til þeirrar skoðunar, að þeim væri um að gera að losna sem fvrst við sér- kenni sín og samlíkjast sem fyrst umhverfinu. Lang sterkasta aflið ,lil viðhalds þjóðerninu varð kirkjan. Islendingar gengu snemma saman í sérstaka söfnuði. Það varð þéirra helzti íslenzki félagsskapur. Lar hlýddu þeir íslenzkum messum. Víða voru íslenzkir sunnudagaskólar. I kirkjunni áttu þeir íslenzkar mið- stöðvar, jafnvel i ensknm stórhæjum. Blöðin íslenzku voru mikið afl lil viðiialds þjóðern- inu. En erfiðara hefði þeim orðið, ef kirkjan hefði ekki safnað íslendingum í félög, og auk þess hefir kirkjan ís- lenzka í Vesturheimi sjálf gefið út tímarit og hækur. En ekki hvað minnst hefir kirkjan vestra haldið þjóð- erninu við með því, að lialda uppi kirkju íslands, hinni evangelisk-lúterslcu kirkju, með helgisiðum hennar, hátíðum og athöfnum, eins og verið hafði heima. Það var kirkjan, sem hélt heilum rótunum heiman að, þótt ú þeim tognaði. Manngildið stendur á mörgum rótum, og ein þeirra er kirkjan og allt, sem hénni fylgir íslend- mgar hefðu misst snaran þátt af sjálfum sér, ef kirkjan hefði ekki haldizt, ef þeir hefðu átt að hverfa inn í þar-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.