Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.04.1943, Blaðsíða 26
136 Magnús Jónsson: April. lendar kirkjudeildir, þótt góðar sé vafalaust, margar hverjar. Islenzkir meþódistar, baptistar, presbvterian- ar eða anglikanar o. s. frv. hefðu ugglaust getað orðið góðir kristnir menn og góðir þegnar liinna nýju ríkja, sem þeir liöfðu flutzt til, en þeir hefðu ekki verið sömu fslendingarnir, ekki sama óldofna persónan, eðlisheil og föst í liðum, eins og þeir urðu við það. að eiga kirltju sína í beinu framhaldi af æskukirkjunni, að því ó- gleymdu, að með þvi móti liefðu þeir tvístrast i ýmsa söfnuði og samheldnin glatazt. Nú má vitanlega segja með fullum rétti, að hér lieima eigi ekki hið sama við og þar vestra. En þó er þar um aflsmun að ræða frekar en eðlismun. Þar hafa íslendingar verið smáhólmi í miklu hafi. Hér mega þeir frekar lieita eyland, en með áleitnum sæ umhverfis, er holar firði og víkur inn í landið víðsvegar. Enda er þar vestra naumast um það að ræða að halda islenzku þjóðerni við til fullnustu. Þar hefir vel verið unnið og líklega betur en af nokkurri þjóð annari að tiltölu. Það liefir unnizt, að fslendingarnir fara ó- skemmdir inn í þjóðarheildina, verða amerískir íslend- ingar. Þeir fara inn í fjölskylduna eins og heilbrigð kjör- börn en ekki eins og umskiptingar. En liér heima er markmiðið það, að láta ekki bugast, heldur varðveita þjóðerni og tungu til frambúðar. Og' hér, eins og' vestra, verður kirkjan að eiga einn ríkasta þáttinn í verndun þjóðernisins. Engin stofnun önnur nær eins til fólksins, ef hún er ekki svift starfsmöguleikum. Hún nær enn til fólksins frá fjölda ræðustóla i viku hverri. Hún nær til fólksins á flestum viðkvæmustu og hátíðlegustu augnablikum lifsins, í gleði og í harmi, frá vöggunni fram á grafar- bakkann. Hún nær sérstaklega til barnshugarins en líka til elliáranna. Hún kemur fram í stórhátíðum og hrifn-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.