Kirkjuritið - 01.04.1943, Page 33
Kirkjuritið.
Sigur krossins.
143
ræÖa. Rekur hann sögu Jesú frá upphafi til enda og
skýrir frá sínu sjónarmiði.
Þó að kristnum mönnum komi í höfuðatriðum sam-
an um gildi friðþægingar Jesú og fórnardauða fyrir
mannkynið, þrátt fvrir mismunandi skýringar og skoð-
anir hinna ýmsu kirkjudeilda og guðfræðistefna, þá er
þó ein spurning, sem jafnan hefir orðið örðug til sam-
komulags, og hún er þessi: Hvenær varð Jesú fyllilega
meðvitandi Messíasarköllunar sinnar? í riti Anselms
erkihiskups af Kantaraborg: Hversvegna gerðist Guð
niaður?, sem um allar miðaldir var undirstöðulærdóm-
ur kirkjunnar um friðþæginguna, og er í raun og veru
ennþá, virðist ekki annað sjáanlegt en að gengið sé úl
frá því, að þegar Jesús í hinmeskri fortilveru sinni tekst
á hendur að fæðast hingað til jarðar, til fórnar og frið-
þægingar fyrir syndir mannanna, hafi liann verið fulls
vitandi þess, hver örlög biðu lians og hvers sú köllun
krafðist. Hann hafi því frá fyrstu bernsku lifað með þá
köllun sina fyrir augum. Nú er það alkunna, að þessi
skilningur er hvergi nærri viðurkenndur af öllum guð-
fræðingum. Sumir halda því fram, og þeir allmargir,
að skírn Jóhannesar við' Jórdansá hafi fyrst vakið Mess-
tasarvitund lians. Enn eru aðrir þeirrar skoðunar, að
það hafi ek^i verið fvr en undir lolc starfstíma hans i
Gyðingalandi, að liann hafi gert sér Ijóst, hvert stefndi
fyrir honum, að krossinn og fórnardauðinn yrði að
verða hinn óhjákvæmilegi endir jarðlífs hans, ef fæðing
hans, líf og starf ætti að ná tilgangi sínum. Jafnvel þó
engin þessara skoðan dragi fortilveru Jesú i efa, og
^ylgi í því efni skoðunum postulanna Páls og Jóhann-
esar, þá ber það á milli, að tiltölulega flestir álíta, að
fæðing guðdómlegrar veru í mannheima hljóti að or-
saka henni gleymsku á fyrri tilveru sinni. Um meðvil-
und Messíasarköllunarinnar, sem bvggð er á endurminn-