Kirkjuritið - 01.04.1943, Qupperneq 40

Kirkjuritið - 01.04.1943, Qupperneq 40
150 H. S.: Við borð meistarans. Apríl. hann rak upp ógurlegt þjáningaróp. En i sama vetfangi lirundi fjallið saman og krossinn sökk niður i Dauða- hafið. Blítt ljósmagn, guðdómleg sælutilfinnihg streymdi þá gegnum liann, en út úr heiðskærum himinblámanum ómaði sigri hrósandi í'ödd og hrópaði hátt: ,,Ríki Sat- ans er lokið. Dauðinn er sigraður. Dýrð sé manns-syn- inum. Dýrð sé Guðs-syninum“. Þannig skýrir Schuré það, hvernig hin fullkomna Messíasarvitund Jesú hafi vaknað. Þessi freisting og þunghæra raun kom yfir hann, áður en hann fór að starfa opinberlega. Með krossinn fvrir augum gengur hann í 3 ár um Gyðingaland, líknandi, læknandi og fræðandi. Launin vissi hann fyrir. Þau voru krossfest- ingin á Golgata. En var liann þá þegar búinn að vinna hinn algera sigur yfir sjálfum sér? Það var hann ekki. Mörg öfl toguðu í hann, til þess að fá hann til þess að falla frá sínu fyrra áformi, fórninni, friðþægingímni. Meira að segja einn hans nánasti vinur, Pétur, telur úr honum. Og fram á síðasta dag stendur baráttan. Úrslit- in koma ekki, fullnaðarsigurinn er ekki unninn fvr en á Skírdagskvöld. í grasgarðinum er Ioks allt leitt til lykta. „Ef þú vilt, faðir, þá tak þennan bikar frá mér. En verði þó ekki minn, heldur þinn vilji“. Á þessari nóttu vann liann úrslitasigurinn. Sálarang- istin í Getsemane var síðasta raunin. Sýnin frá Engaddi blasir þar við honum. Hann sér á ný fjallið með kross- inum rísa úr Dauðahafinu. Hann þekkir sjálfan sig aft- ur, hinn krossfesta, deyjandi mann. En þá bætist önn- ur raun við, annar éfi. Hann þekti kærleika Guðs. Hann þekti undramátt fórnarinnar. En hann þekti líka mennina. Var til nokkurs að færa þessa fórn? Var það ekki árangui’slaust, var ekki vonzkan og villan of sterk í mannheimum til þess að láta sigrast af píslarvættinu einu? Þessi efi var þyngsta raunin í sálarstríðinu í Getsemane. En hann sigraði þar líka. Þar sá hann að

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.