Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 3

Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 3
lvirk.juritiö Friður. Friður — hversu mikið felst í þessu eina orði, sem líð- ur nú eins og andvarp frá brjóstum milljónanna um víða veröld. Friður um alla jörð er að vísu ekki fenginn, en dagstrún hans runnin upp, og innan skamms verður von- andi dagur um loft allt. Þrældómsviðjar eru brotnar af þjóðum og löndum. Danmörk frjáls, Noregur. frjáls og önnur ríki, sem undanfarin ár hafa búið við ofbeldi og nauðir. Óumræðilegur fögnuður gagntskur hugina, og þó er sú gleði harmi blandin við hugsunina um þá, er drúpa yfir viðurstyggð eyðingarinnar, og öll þau mannslíf, sem 1 styrjöldinni hafa verið færð að fórn, einnig með vorri þjóð. Þegar friðarfánarnir blöktu við hún, var fyrst sem vorið væri komið eftir langan fimbulvetur. Og þegar kirkjuklukkurnar ómuðu, var eins og hringd inn helgi stór- kátíðar. Megum við ekki vona, að fæðingarhríðirnar boði betri tíma fram undan, nýjan himin og nýja jörð, þar sem réttlæti byggir og bræðralag? Til þess þarf mannkynið að vaka og skilja, hvað frið- Ur er. Það verður að minnast máttugra varnaðarorða, sem frelsarinn, Jesús Kristur, mælti einu sinni: Þegar illur undi hefir verið rekinn út — þá kemur hann aftur, ef ekk- ert er frekar að gjört, og tekur með sér sjö anda sér verri. Verður svo hið síðara verra hinu fyrra. Þ. e. a. s. á máli nútímans: Ef mannkynið snýst nú ekki til varnar gegn hernaðarandanum — gjörir ekkert til tryggingar friði í raun og sannleika, þá kemur fyr en varir nýtt stríð, marg- fallt skæðara og voðalegra en hið fyrra. Þau örlög vebða

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.