Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 4
122
Á. G.: Fri'ður.
Apríl-Maí.
þá ekki umflúin né vaxandi hætta á því, að mannkynið
tortími sjálfu sér.
Orðið friður er dregið af sömu rót sem sögnin frjá: að
elska. í því felst djúp lífsspeki. Það er aðeins eitt, ssm
tryggir friðinn, kærleikurinn. Mannfélagshöllin kann að
verða „sópuð og prýdd“ menningargljáa, en þrjóti kær-
leikann, gsta árar stríðsins brotizt inn, þegar minnst var-
ir, og sezt að völdum. Kærleiksskorturinn býður bölvun-
inni heim fyr eða síðar.
Þessvegna er það fyrst og síðast, síðast og fyrst kær-
leiksboðskapur Krists, ssm nú verður að flytja öllum þjóð-
um heims í orði og verki og á því máli, sem hvert manns-
barn skilur. Honum verður að halda á Iofti jafnt í lífi
þjóða og einstaklinga. Að sama skapi ssm hann nær tök-
um á hjörtunum, er friðurinn tryggður.
Og vér íslendingar, sem undanfarin ár höfum eytt beztu
kröftum vorum í fánýtar deilur, verðum nú að fagna
friðinum með einbeittu starfi að einu marki.
Verkefnin eru svo mikil framundan, að samstillt átök
allrar þjóðarinnar þarf til að inna þau af höndum. Sund-
urlyndið verður að hverfa eins og næturhrím fyrir upp-
rennandi sól. Þjóðarsálin verður að svifta af sér tötrum
sérhyggju og flokkadrátta og vaxa til sannarlegs frels-
is. Fáni vor blaktir, sigurfáni, sem boðar himininn,
hreinleikann og kærleikann. Boðskapur hans á að stjórna
hug og hjarta og hendi hvers íslendings. Undir því merki
munum vér sigra og ná fullum friði.
Ásmundur Guðmundsson.