Kirkjuritið - 01.04.1945, Page 5
KirkjuritiÖ
Friðarbæn.
Ára og alda faðir,
alheinfs lífið sanna,
einn, sem öllu stýrir,
athvarf breyskra manna.
Sendu sjóli hæða
sátt í hjörtu lýða.
láttu yl þíns anda
allan klaka þíða.
Gæddu af gæzku þinni
Guð í hjörtum manna.
Láttu kærleikskraftinn
kærleiksverkin sanna.
Láttu mátt og mildi
mýkja haturs böndin.
Láttu björg og blessun
breiðast yfir löndin.
Láttu Kristur kæri
kraftinn orða þinna
heims um álfur allar
aldrei framar linna.
Láttu trúartraustið
treysta vinarböndin.
Láttu frið og frelsi
tærast yfir löndin.
Eyddu heift og hatri,
heftu styrjöld alla.
Láttu um veröld víða
vopnin niður falla.
Láttu sátt og samúð
sigra heljarvöndinn.
Láttu bræðrabandið
brúa saman löndin.
I>ú, sem varst og verður
vegaljósið bjarta,
gefðu geisla þína
gegnum myrkrið svarta.
Villtum vegfaranda
veginn rétta greiddu.
Út úr alda villu
alla um síðir leiddu.
Gef oss kraft þinn, Kristur,
krossins byrði léttu,
krafí í kvöl og dauða,
kærleikshönd oss réttu.
Láttu ljós þíns anda
lýsa veröldinni,
græddu gömlu sárin,
Guð, af miskunn þinni.
Jón Eiríksson.