Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 14
132
Benjamin Kristjánsson:
Apríl-Maí.
skammt frá landi, þar sem takmarkalaust djúp
er fvrir utan. Yér berum í liuga vorum ósjálfráða ang-
ist gagnvart djúpinu ókunna. Þessi veröld með liennar
daglegu venjum er jörðin, sem vér viljum lielzt hafa
undir fótum. Vér játum að vísu trú vora á Guð, föður
almáttugan — en liver var máttur þeirrar trúar í lifi
voru? Og á Jesúm Krist, en trúum þó meira á Mammon
og aðra jarðneska falsguði. Og á Heilagan anda og kristna
kirkju — en látum þó aðrar samkomur sitja í fyrirrúmi
og annan anda stjórna athöfnum vorum. Þetta eru
grynningarnar, þar sem meistarinn hitti lærisvein sinn
kafinn veraldarhyggju. Það er hálfvelgjan, hinn þröiigi
hringur vanans, sljóleiki hversdagslífsins, sem aldrei
undrast og spyr og aldrei gerir manninn vitandi köll-
unar sinnar.
Þannig er maðurinn, meðan liann leikur sér í flæðar-
máli útsævanna, á takmörkum þessarar veraldar og ann-
arar, og þorir hvergi frá ströndinni.
En einhvern daginn kemur hinn guðdómlegi máttur
til vor og knýr oss út á djúpið.
Það getur verið, að J)að sé gleðin, sem lirærir oss til
dýpri vitundar. En miklu oftar er J>að sorgin, sem svipt-
ir af oss mókinu og öllu hinu falska öryggi deyfðarinnar
og var])ar oss út i straumiðuna. Öfl, sem vér þekkjum
ekki, kraftar, sem vér ráðum á engan liátt við, grípa inn
í líf vort og hrífa oss út á það djúp, þar sem stórstreymt
er, J>ar sem hvergi sér til lands og allir hlekkir brotna.
Allt i einu verðum vér J>ess vör, hversu vér þekkjum til-
veruna lilið — mennina og oss sjálf.
„Herra, vér höfum setið í alla nótt og ekki orðið var-
ir“, mælti Pétur.
Hversu oft er sálarlif vort þannig, eins og nóttin,
dimm og þögul. Vér’ vitum ekki, hvað í djúpinu hýr.
Langar nætur og daprir dagar hafa liðið, og vér höfum
lagt út net vor i leit að lifshamingjunni. Vér höfum ofið