Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1945, Page 15

Kirkjuritið - 01.04.1945, Page 15
Kirkjuritið Legg út á djúpið. 133 vorn draumavef. En liver hefir árangulinn orðið? Gagns- laust eða tilþrifalítið líf, þreyttur og vondapur hugur. Tóm iiafa netin komið úr vatninu. Yið endalok æfinnar vega höfuni vér slaðið allslaus og vonsvikin, svo óend- anlega fátæk og fundizt eins og' draumar vorir hafi allir verið lirævareldar og störf vor hafi runnið sem regn ofan í sandinn. Þannig fer það æfinlega, ef vér leggjum ekki úl á djúp- ið að boði meistarans. Þá verður ávinningurinn lítill, sigurlaunin ekki stór. „Varpa þú braiiði þínu út á vatnið, og Jjegar margir <lagar eru liðnir, muntu finna það aftur“. „Lát ekki vinstri hönd þína vita, hvað þín hægri gefur“. Slíkan liugsunarhátt þekktum vér ekki. Slík boðorð skildum vér ekki! Oss skorti hugrekkið og vogunina, oss skorti trúna á miskunn Guðs. Meistarinn hefir kallað oss lil hugrekkis! Óttist ekki þá, sem likamann devða, því að ekki hafa þeir vald til að devða sálina, mælti liann. Eí vér treystum miskunn Guðs, mundum vér ekki ótt- ast það, að lialda hans boðorð. Vér mundum þora að fylgja vorum mannúðlegustu livötum án tillits til stund- arliagsnnmanna. Vér mundum ekki alltaf vera dauð- liræddir um að tapa á því að hlýða hoði meistarans. Hversu margir eru þeir, sem finnst ekkert vit í því, að hugsa meira um aðra en sjálfa sig, meira um land sitt °g þjóð en um eiginn augnabliksgróða! Þeim virðast öll boðorð meistarans örðug og áhættusöm og vilja heldur e<ga hlut sinn á þurru landi. Menn segja sem svo: Þetta ei’ sjálfsagt ógnarfalleg kenning, en lífið er hara allt óðruvísi. Það er barátta allra gegn öllum og barátta um líí og dauða. Hver er sjálfum sér næstur. Og sá, sem ekki reynir að bjarga sjálfum sér, verður troðinn undir. Þetta segir heimurinn. En postular frumkristninnar sögðu: „Þetta er ekki lífið, heldur dauðinn! Meistarinn

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.