Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 18

Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 18
Apríl-Maí. í samkunduhúsum Jerúsalem. (Minningar frá Jórsalaför). I. Það er farið að lialla degi, 7. júlí 1939. Við Magnús Jónsson göngum vestur götur Jerúsalem inn í Gyðinga- hverfi allstórt. Við erum sammældir ungum Gyðingi, bók- sala. Hann liefir lofað okkur því að hitta okkur að lokn- um starfstíma, en í kvöld hættir hann snemrna i búð- inni, ])ví að það er fösludagskvöld, og þá hefst sabhats- lielgin. Hann ætlar að sýna okkur guðsþjónustuhald i samkomuhúsum Gyðinga. Hann er fyrir á tilteknum stað, er við komum, og félagi hans með honum. Enn er verzlað i suinum búðanna, og við sjáum jafnvel unga menn sitja að spilum. Við spyrjum undrandi, hverju þetta sæti. „Þeir eru víst ekki mjög trúaðir, spilararnir“, svarar hóksalinn og hrosir við, „og svo er nú ekki enn runnin upp sahhatshelgin. Sahhatsdagui inn byrjar þá fyrst, er þrjár stjörnur sjásl á himninum“. Við stefmun þangað, sem liús eru allra fornfálegust og lágkúrulegust. Sól er setzt og kvöldbjarminn fölnar. „Hér eru margar sýnagógur“, segja förunautar okkar, „því að Gyðingar úr ýmsum löndum vilja halda saman og halda því guðs: þjónustusniði, er tíðkaðist í þeirra landi áður. Og í Jer- úsalem eru sýnagógur alls svo að hundruðum skiptir“. Við lítum fyrst inn í lítið samkunduhús Jemenhyggja. Þar er verið að undirhúa guðsþjónustuna. Fáeinir, gaml- ir gráskeggir sitja þar á hægindum á gólfinu, og einn mjög virðulegur, likt og faðir Ahraham væri þar sjálfur kominn. Ungir drengir eru einnig' undir verndarvæng þeirra. Nokkrar opnar hækur, næsta fornlegar, liggja

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.